Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Side 10

Skátablaðið - 01.02.1985, Side 10
MfMfUt liiliiln ÞATTTAKA ÞRÓUN Þátttaka er mikilvægt einkunnar- orö Alþjóðaárs æskunnar, því þaö gerir ráð fyrir að ungt fólk . . . - sé viðurkennt sem fullfært um að taka ákvarðanir sem skipta - máli í þeirra eigin lífi. - fái tækifæri til slíkrarákvörðun- artöku. - finni að þeirra framlag sé ein- hvers metið. Ungt fólk í hreyfingunni, sérstak- lega dróttskáta og unga foringja, þarf að hvetja til virkrar þátttöku í skátasamböndum og ráðum BÍS. Þetta má gera með því að koma ■Komast að því hjá deildarfor- ingja, félagsforingja, formanni skátasambands eða stjórn BÍS hvernig ákvarðanir eru teknar í hinum ýmsu málum. Hvernig getum við haft áhrif á ákvarðana- töku? Hver er þinn fulltrúi hjá skátasambandinu eða BÍS? ■Útbúa hlutverkaleik um þátt- töku í ákvarðanatöku og senda leikinn til Starfsráðs BÍS. ■ Taka þátt í starfi æskulýðs- nefndar hverfisins/bæj arfélagsins eða alþjóðaársnefnd. ■ Skipuleggjadansiballfyrirungt fólk í nágrenninu og bjóða fötluðum og þroskaheftum að vera með. á sameiginlegum verkefnum fyrir ungt fólk á vegum skátafélaga, sambanda og ráða BÍS. ■ Finna út hvað sjónvarp, útvarp og dagblöð gera fyrir bæjarfélag- ið. Er einhver ákveðin stefna ríkj- andi í fjölmiðlum um bæjarmál- efni. Vera með í dagskrárgerð sem er framlag til bæjarfélagsins, annað hvort sem þátttakandi eða aðstoð. ■ Hanna dagskrá sem fjallar um eitthvert mikilvægt mál í bænum, fá aðstoð fjölmiðla við nánari útfærslu og framsetningu. ■ Taka þátt í starfi annarra æskulýðsfélaga. ■ Aðstoða og taka þátt í störfum náttúruverndar og umhverfisvernd- arráðs. Innihaldi þróunar má skipta í þrjá mjög nátengda þætti. - Þróun einstaklingsins. - Þróun samfélagsins. - Þróun heimsins. Alþjóðaár æskunnar gefur okkur tækifæri til að auka skilning okkar á mannlegum samskiptum út frá persónulegu sjónarmiði, í sam- félaginu og heiminum öllum. Árið mun einnig gefa okkur tækifæri til þátttöku í mörgum þáttum þróun- ar samfélagsins, til þess að bæta okkar eigið líf og annarra. ■ Takast á hendur rannsókn á mengun, svo sem vatnsmengun. hljóðmengun, reykmengun, sorp- mengun og rusli á víðavangi. Meta skal vandann með ýmsum mælingum, viðtölum við íbúa og sérfræðinga. Tilkynna fjölmiðlum niðurstöðurnar. ■ Kanna músíklífið í bænum, ná bílskúrshljómsveitunum fram í sviðsljósið. Koma á tónleikum með öllum bæjarhljómsveitunum og tónlistarfólki. Nota tónlistina til kynningar á Alþjóðaárinu. ■ Hreinsa upp ónotað svæði í bænum og gera það að leiksvæði með þrautabrautum og leik- tækjum. 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.