Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 29
HELMINGURIM Á FÖÐURLAND
riddarar í einlægu viðtali
var mjög gaman og farið
var í útileik, mikið sungið
og sagðar draugasögur.
Síðan var eitt atriði mjög
minnistætt en það var eitt
allsherjar gabb því einhver
sagði að það væri eldur í
húsinu og allir hlupu út á
nærbuxunum. Var helst að
skilja að svona gabb ætti að
vera í hverri útilegu. (Það
getur þó verið mjög var-
hugavert, því hver man
ekki eftir sögunni Úlfur,
Úlfur, og hvernig þar fór -
innskot blaðasnáps).
Þau hafa áhuga á að læra
meira, t.d. á áttavita. Þau
vilja hafa fleiri félagsfundi,
því þeir eru skemmtilegir
og þau hafa einnig áhuga á
að skreyta fundaherbergið
og hengja upp plakat af
Mækel Jakksonn.
JHJ
blaðið sig upp fyrir næstu
spurningu.
Finnst ykkur að sameina
ætti Dalbúa og Skjöld-
unga???
Það sló skyndilega þögn
á mannskapinn en síðan
braust út samhljóða og
skerandi: neeeeeeeeeeeee-
eeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiii,,, ekki
bulla!
En eru Dalbúar ánægðir
með skátaheimilið sitt???
Já, já og á næstunni er
áætlað að koma upp bóling
og billjard aðstöðu???
ÞBJ
í Neðra Breiðholti ríður
riddaramennskan ekki við
einteyming því þar duttum
við inn á sameiginlegan
fund Arnarriddara og
Drekariddara, en það eru
tveir skátaflokkar í skáta-
félaginu Urðarköttum, sem
er deild í skátafélaginu
Garðbúum. Svona soldið
flókið þó sáraeinfalt sé,
þannig að við látum það
nú bara liggja á milli hluta.
Víkur nú sögunni aftur að
upphafi sínu: Þegar blaða-
menn stigu í salinn og
renndu haukfránum rann-
sóknarblaðamannaaugum
sínum um og yfir svitaperl-
ur viðstaddra var ljóst að
drengirnir höfðu verið í
riddaraslag. Aha, þeir
höfðu verið staðnir að
verki. Þó flokkanöfnin
væru þeim nokkur afsökun
fyrir að vera í slag kennd-
um við riddara, spurði
blaðasnápur hvössum rómi
(og glotti við jaxl, en það
sá nú enginn) hvort þetta
væri það sem þeir gerðu á
fundum. - Já, og það er
mest gaman að lemja
flokksforingjann. En við
lærum líka hnúta, syngjum
og förum í leiki.
Riddaraflokkarnir ætla
að vera í Áföngum í vetur,
en þeir eru ekki byrjaðir
enn því það er maður sem
á að kenna foringjunum en
hann er ekki byrjaður enn.
Þeir fóru í eina dagsferð í
vetur og löbbuðu þá upp að
Elliðavatni, framhjá Fák
og þar. Þeir myndu nú vilja
hafa meira starf úti með
deildinni, en hafa ekki far-
ið út í það sjálfir, eins og
t.d. að grilla pylsur eða
binda lykkjuhnút utan um
alla ljósastaurana í hverf-
inu. Til að athuga útilífs-
möguleika flokkanna gerðu
blaðasnápar skyndikönnun
á hve margir eiga föðurland
(síðar nærbuxur - þurfa
ekki endilega að stinga) og
þá kom í ljós að aðeins
fjórir eiga slíkan fatnað.
Einn af þeim sem ekki átti
föðurland átti þó systur
sem á föðurland, en hann
mótmælti því harðlega að
hann hefði nokkru sinni
fengið það lánað.
Hjá strákunum í Ridd-
aragenginu voru deildar
meiningar um það hvort
rétt væri að hafa sameigin-
legt starf. Þeir vildu sumir
reyndar sleppa öllu tali um
stelpur hér í þessu viðtali.
Skipti nú engum togum að
upp hófust meiriháttar
skoðanaskipti um hvort
þetta ætti að birtast eða
ekki. Var því gripið til þess
ráðs að hafa atkvæðagreiðslu.
Fóru atkvæði þannig að 2
vildu sleppa, en 4 vildu
birta. Ekki voru talin þau
atkvæði sem stóðu hjá.
Það urðu hins vegar allir
sammála því að auglýsa
eftir vinaflokki til að
heimsækja (helst upp á
Akranesi, því þá geta þeir
farið með Akraborginni),
og eru þeir flokkar sem
þetta lesa og hafa áhuga á
að eignast Arnarriddara og
Drekariddara fyrir vina-
flokka beðnir um að skrifa
til:
Marías Krístján Stefánsson
Völvufelli 44,
109 Reykjavík,
skipti og út.
JHJ
SKÁTABLAÐIÐ 29