Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 30
Morguninn þann 28. júní
fór skátafélagið Ægir úr
Ólafsvík á skátamót í Vest-
mannaeyjum. Vaknað var
kl. 6 og lagt af stað kl. 7 til
eyja. Þetta var það fyrsta
sem félagið fór á, en það
var nýendurvakið eftir að
það lagðist niður fyrir
mörgum árum. Það var
mikil spenna þegar lagt var
af stað, enda fyrsta mótið
hjá öllum.
Sjóveikitöflur
fyrir alla
Um hádegið komum við til
Þorlákshafnar og þar var
bundinn við bryggju Herj-
ólfur sem átti að flytja okk-
ur til Vestmannaeyja.
Áður en við fórum út úr
rútunni vorum við látin
taka sjóveikistöflur svona
til vonar og vara. Þegar
komið var til eyja var farið
beina leið í Herjólfsdal og
þar slógum við upp tjald-
búðum. Við gerðum hlið,
en það sem við höfðum
STEFNUMOT VIÐ
TYRKJA-GUDDU
- Upplifun Olafsvíkings á fyrsta skátamótinu
Texti og Ijósmynd: Páll Hrannar Hermannsson
aldrei áður farið á skáta-
mót var hliðið frekar smátt
miðað við hin hliðin, það
var bara ein plata sem á
stóð ÆGIR ÓLAFSVÍK.
Tyrkja-Gudda
í tvennu lagi
Næsta morgun, föstudag
vorum við vakin kl. 8 og
létum skrá flokkara í póst-
ana. Um kvöldið var leikur
sem hét tyrkirnir koma og
þegar búið var að útskýra
leikinn þusti hópurinn út á
svæðið og upp hófust mestu
slagsmál. Ég fann Tyrkja-
Guddu, en ég hélt henni
ekki lengi því hún var rifin
af mér og leikurinn fór
þannig að hjálparsveitin
kom vonda tyrkjanum upp
á pall, en það fór ver með
Tyrkja-Guddu því hún
kom í tvennu lagi upp á
pallinn. Á sunnudag var
mótinu slitið og við héldum
heim eftir þetta skemmti-
lega mót í Vestmanna-
eyjum.
FERÐALAG I BIGERÐ
— Ný dróttskátasveit stofnuð
í Njarðvíkum
Texti: Haraldur Helgason Ljósm. Baldvin Kristjánsson
Starfið hjá okkur í skáta- legt í vetur. Að vísu byrj-
félaginu Víkverjum í Njarð- uðum við heldur seint og
vík hefur verið alveg sæmi-
Dróttskátasveitin nýja í Njardvíkum á fyrsta fundinum í janúar. Þar
iðaði allt af lífi svo erfitt var að stilla fókusinn. Við leggjum til að
sveitin verði kölluð „ Út úr fókus “
Sveitarráð nýju dróttskátasveitarinnar, f.v. ingigerður Sæmunds-
dóttir, Haraldur Helgason og Ragnhildur ingóifsdóttir.
vilja margir kenna hinu
margumtalaða verkfalli þar
um. En hvað um það.
Dróttskátasveit var stofnuð
á dögunum. Alveg þræl-
hressir krakkar. Þau hafa
sett sér stórt markmið: Þau
ætla að vinna að forseta-
merkinu, sem er náttúru-
lega ekkert einsdæmi hjá
dróttskátum. Svo er ferða-
lag í bígerð hjá þeim - sem
sagt nóg að gera.
Af áfangaskátum plús
ljósálfum og ylfingum er
það að frétta að þau ætla að
skella sér í heilmikla göngu
einhvern sunnudaginn með
nesti og nýja skó. Svo er
náttúrulega margt sniðugt
og skemmtilegt að gerast hjá
þessu 40 ára skátafélagi.
30 SKÁTABLAÐIÐ