Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 38

Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 38
að kaupa sér flík sem maður gæti nýtt sér í skátastarfi hefði maður aðra möguleika en hermann . . . Ó, ég meina skátaskyrtuna (ég veit um skátapeysuna en . . .) Þá þyrfti skátahöfðingi ekki að klæð- ast gömlu slitnu skyrtunni þegar hann er fulltrúi skátahreyfingar- innar við jarðarfarir. Merki og viöurkenningar Það má ganga út frá því að allt okkar líf erum við að taka á móti gagnrýni á það sem við höfum gert. Sú gagnrýni getur verið jákvæð, og neikvæð. Skátahreyf- ingin hefur yfir að ráða mörgum leiðum til að sýna jákvæða gagn- rýni. Ég myndi segja að þær séu mjög misnotaðar af mörgum og því sé skátastarf farið að ganga mjög út á merki og viðurkenning- ar. Það má þakka fyrir að ennþá hefur enginn hrint manni fram af brú og bjargað honum svo upp úr ánni til þess eins að fá afreksorðu. Viðurkenning þarf ekki endilega að felast í medalíum og öðru slíku. Klapp á öxlina og hrós getur sagt meira en pappír oní skúffu. Ég er ekki þar með að segja að það eigi ekki að veita merki og viðurkenningar því það er sjálfsagt að hvetja menn til frekari dáða með öllum tiltækum ráðum. Ef gengið er út frá meðal- mennskunni og enginn má skara fram úr, fylgir í kjölfarið stöðnun sem er miður æskileg. Viðurkenn- ing á því sem kemur í kjölfar vel unninna starfa en ekki að vera markmið með starfinu þannig að allt starf miðist að því að fá til- tekna viðurkenningu. Skátahreyf- ingin er einnig fræg fyrir nei- kvæða gagnrýni. í sjálfboðaliða- starfi þurfa foringjar einnig að fá uppörvun og hrós. Það hvetur til dáða og frumkvæðis en ekki al- gjört afskiptaleysi eða óbilgjörn neikvæð gagnrýni. Skátahöllin Á Snorrabraut hefur risið upp mikil bygging, svokölluð „skáta- höll“ eða af öðrum „fílabeins- turn“. Hvert var í upphafi markmið með byggingu þessa húss? Það hlýtur að hafa verið bjart og fagurt, en hvernig nýtist þetta hús betur hinum almenna skáta en t.d. aðstaðan sem við höfðum áður í Ægisbúaheimilinu eða Blönduhlíðinni. Það er hinn almenni skáti sem hefur byggt húsið með árgjöldum sínum. Hefði peningunum verið betur varið öðruvísi? Hefði verið hægt að reisa innviði hreyfingarinnar (útgáfa, foringjaþjálfun, aðstoð við félög og sveitir) og fjölga meðlimunum um þúsundir fyrir sömu peninga? Er „Höllin“ - leg- steinn eða minnisvarði skáta- hreyfingarinnar eða er hún stórt hjarta sem dælir krafti í skátastarf um allt land? Hver er raunin? Smjör&Ostur Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), vítamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vitamín. A vitamín styrkir t. d. sjónina og D vitamin tennurnar. h/y:>/>/-/9/-/z//.v y///////j Gefið þeim smjör og ost í nestió

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.