Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 35
þagnaður og leikir og ærsl eru
víðs fjarri. Mætti hann tala hefði
hann frá mörgu að segja. En nú er
hann einn og yfirgefinn, hurðin
læst og hlerar fyrir gluggum.
Ég gisti þennan skála aldrei
sjálfur en fyrir hönd þeirra sem
það hafa gert og reyndar fyrir
hönd skátahreyfingarinnar skamm-
aðist ég mín. Af hverju er hann
ekki opnaður og komið einhverju
Iífi í hann?
Væntanlegt útileguminja-
safn eða tómur áfram?
Ég hafði samband við Ragnheiði
Pórarinsdóttur, borgarminjavörð
og sagði hún að skálanum væri
haldið við og áætlað væri að flytja
hann nær safnhúsunum. Mikill
áhugi væri fyrir að opna hann al-
menningi, en áður þyrfti að safna
hlutum sem tengdust útilegustarfi
fyrri ára og koma þeim fyrir í
skálanum. Hún taldi best að
skátarnir hefðu frumkvæði að
þeirri söfnun. Árbæjarsafn væri
tilbúið að varðveita hlutina og
lagfæra ef með þyrfti. Ekkert væri
því til fyrirstöðu frá hendi safns-
ins að hefja söfnunina strax.
Þá var haft samband við Aðal-
stein Hallgrímsson, formann
Skátasambands Reykjavíkur og
sagði hann að þetta mál hefði
ekki verið rætt, en hann hefði
mikinn áhuga fyrir þessu og málið
yrði bráðlega tekið á dagskrá.
Er áhugi á að hefjast handa?
Það er vonandi að þessi grein eigi
eftir að opna augu okkar fyrir
þessum gamla skála. Opna má
þar einhverskonar safn, annað
hvort um gömlu Væringjana eða
útileguminjasafn. Nú í ár á skál-
inn 65 ára afmæli, þann 5. sept-
ember og ekki væri úr vegi að
hefjast handa á afmælisárinu. Það
væri skemmtilegt að koma að
skálanum 5. september og vera
viðstaddur þegar íslenski fáninn
verður dreginn að hún við
skálann.
Árbæjarsafn er tilbúið að að-
stoða okkur fjárhags- og tækni-
lega. Þetta er tilvalið verkefni
fyrir dróttskátasveitir og hópa
eldri skáta, sérstaklega þá sem
eiga góðar minningar tengdar
skálanum. Það er ekki annað fyrir
okkur að gera en hefjast handa.
Gangi okkur vel.
Ambu =♦
Leiðandi
nafn
i
neyðarútbúnaði
Ambu bakpokinn samanstendur af tveim
sjálfstæðum töskum 34x36x18,5cm.
Ein taskan er fullbúin Ambu
neyðarbúnaði svo sem
Ambu öndunarbelg, 1 lítra súrefniskút,
neyðarsogdælu, sog magnara,
inntúberingsetti. Önnur taskan er tóm,
ætluð til áfyllingar. A. KARLSSOn HF.
Útbúnaður eftir eigin vali - HEILDVERSLUÞi -
°g þörfum í hverju tilfelli fyrir sig t.d. 5IM™akítolu m'67'
sáraumbúnaður, sprautur o.s.frv. reykjavík
SKÁTABLAÐIÐ 35