Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 21

Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 21
Barþjóni nokkrum brá heldur betur í brún þegar inn á barinn til hans iói.1 hestur eitt kvöld og bað um einfaldan brennivín í vatni. Þjónninn brá skjótt við, blandaði drykkinn og fékk hestinum, sem rétti honum þá 500 króna seðil. Þegar þjónninn gekk að peninga- kassanum hugsaði hann með sér: „Þeir eru nú svo vitlausir þessir hestar, ég gef honum bara 10 krónur til baka“. Um leið og hann rétti hestinum tíkallinn sagði hann: „Það er nú ekki oft sem við fáum hesta hingað á barinn“. Hestur- inn var snöggur til svars: „Ég er ekki hissa á því meðan þið seljið sjússinn á 490 kall“. Útlendingurinn var að skoða Póst og síma og spyr leiðsögumanninn: „Hvað vinna margir hérna?“ Gylfi leiðsögumaður svarar um hæl: „Um það bil helming- urinn!“ Svo var það skurðlæknir- inn sem hafði svo miklar tekjur að hann þurfti ekki að skera upp nema annan hvern sjúkling . . . Fallhlífastökkvari í sinni fyrstu ferð stökk út úr vél- inni: Því miður gleymdi hann fallhlífinni - Sem bet- ur fer var hann með vara- fallhlíf - Því miður opnað- ist hún ekki - Sem betur fer var stöðuvatn beint fyrir neðan hann - Því miður var það ísilagt - Sem betur fer var heysáta á miðju vatninu - Því miður stór heykvísl upp úr heysátunni - En það var allt í lagi því hann hitti ekki heysátuna. - Þú sagðist vera þriðji maður konunnar þinnar? - Nei ég er sá fjórði - Hjálpi þér maður þú ert ekki eiginmaður, þú ert ávani. Svo var það stúlkan sem var svo mögur að þegar hún gleypti sveskjustein þá hættu þrír ungir menn í skátunum og fluttu af landi brott. Tveir skátar úr Kópavog- inum voru í hjólreiðaúti- legu og þegar þeir höfðu hjólað allan daginn og fram á kvöldið ákváðu þeir að hætta að hjóla og hvíla sig. Þá kom í ljós að þeir höfðu gleymt tjaldinu. Annar þeirra stakk þá upp á því að þeir legðust á jörðina og breiddu hjólin yfir sig. Hinn lét tilleiðast því það var komið myrkur. Um nóttina vaknar sá tregari, rís upp við dogg og segir við hinn: „Mikið svakalega er mér kalt“. Félagi hans rumskar og lítur á hann og segir: „Það er ekki skrýtið, það vantar þrjá teina í framgjörðina hjá þér“. ÚvVkWVAVy/^ - Þjónn það er dauð fluga í súpunni minni. - Já, súpan er svo heit að hún hefur ekki lifað það af. (íl-JýlAWt- Úr lögregluskýrslunni: Maðurinn var skotinn 12 skotum í hausinn, en til allrar hamingju var aðeins eitt þeirra lífshættulegt. - Hvað þarf ég að gefa þér til að fá að kyssa þig? - Klóróform. SKÁTABLAÐIÐ 21

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.