Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 33
Svona tauþrykk getið þið
notað ef þið viljið búa til
flokksmerki - boli - fána eða til
að skreyta flokksherbergið
t.d. á púðum, gardínum vegg-
myndum, stólsetum o.s.frv.
Matarþrykk:
Fyrir sælkerana í skátunum,
bryta og aðra magamikla (því
við vitum að þeir eru margir af
útlitinu að dæma) er hér góð
aðferð til þrykks.
1. Farið beinustu leið inn í
ísskáp hjá mömmu gömlu,
spyrjið um leyfi fyrst, svo
mamma verði ekki svöng
og grípið eins og eina kart-
öflu, eitt stykki rófu eða
annað harðmeti. Þetta góð-
gæti er hið hentugasta til
þrykkgerðar.
2. Sneiðið grænmetið í tvennt
og skerið út einfalt
mynstur. Þekið upphleypta
Texti er saminn af Krákum í
Mosverjum (þið munið síðasta
blað) en það eru: Hildigunnur
Árnadóttir, Inga Þórarinsdótt-
ir, Ragna Sivaldadóttir og
Harpa Birgisdóttir. Ljósmynda-
þrykkjarinn er svo hann
Doddi okkar.
ÞRYKK
flötin með tauþrykksmáln-
ingu.
3. Best er að nota léreft eða
annað bómullarefni.
Þrýstið nú fletinum fast og
þétt að efninu og passið að
það liggi slétt.
4. Hengið upp efnið og látið
þorna.
5. Strauið yfir, svo málningin
verði vatnsheld.
Grænmeti og ávexti er líka
hægt að nota í sinni náttúru-
legu mynd með því að skera
það aðeins í tvennt og stimpla
beint. Þá eru paprikur og epli
hentugust (ekki taka steinana
úr). - Látið ykkur detta
eitthvað fleira í hug.
Dúkristuþrykk:
Nú megið þið ekki halda að
þið eigið að taka besta borð-
dúkinn hennar mömmu og
þrykkja með honum. 0 sei sei
nei, nú takið þið Linoleum
dúkristidúk, eða litla dúkristi-
kuppa sem fást í Handlist. Við
þetta þarf sérstakan dúkristi-
hníf sem þið skerið svo með
myndir eða mynstur. Svo
byrjar aftur sama gamla
rullan. Þekið litnum á upp-
hleypta flötinn og stimplið
mjúkt og fjaðrandi á efnið.
Látið þorna og strauið yfir.
Skapalónsþrykk:
(Okkar á milli köllum við
þetta alltaf The blue Lagoon).
1. Syndið fyrst þvert yfir
lónið. - Nei, nei, þetta var
bara smá djók . . .
Taka II:
1. Búið fyrst til skapalón. Það
getur verið úr þykkum
pappír, sjálflímandi plasti
eða innstungumöppuplasti.
Það síðastnefnda getur
verið hentugast vegna þess
að það má nota aftur og
aftur og aftur . . .
2. Klippið plastið aðeins
stærra en myndin á að vera.
(Þeir sem eru með 5 þumal-
fingur á hvorri hendi -
gjörið svo vel og klippið
plastið helmingi-HELM-
INGI stærra, en myndin á
að vera).
3. Inn á mitt plastið teiknið
þið einfalda mynd.
4. Skerið myndina út með
skurðhníf. Þá er skapalónið
tilbúið. Leggið það ofaná
efnið og dúmpið taulitnum
í gegn með svampi.
Hægt er að fá fatatúss (þvott-
ekta) sem gaman gæti verið að
skreyta með í kring, eða nota
sem útlínuskýrara.
Handhægar upplýsingar:
Taulitir:
Deka, fást í Litir og Föndur,
Skólavörðustíg.
Wacolux, fást í Handlist,
Rauðarárstíg, (rétt hjá
Hlemmi).
ES Stoffarver, fást í
Handíð, Kópavogi.
Fatatúss, fæst í flestum
„hobbý-verslunum.
Efnin: Notið léreft eða annað
bómullarefni.
Dúkrista: Dúkristukubbar fást
í Handlist, Rauðarárstíg.
SKÁTABLAÐIÐ 33