Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 9
ÞATTTAKA - ÞROUN - FRIÐUR Þetta ár er tileinkað þér. Samein- uðu þjóðirnar hafa tileinkað æsk- unni árið 1985 sem alþjóðaár hennar, undir kjörorðunum: Pátt- taka - þróun - friður. Með kjörorðunum er ungt fólk hvatt til þátttöku og lögð áhersla á að það verði virkt í því umhverfi sem það lifir í. Með því að beina athyglinni og kröftunum að einu ákveðnu verki þá eru meiri líkur á að starfið verði stærri áfangi í þróun mann- félagsins. Það stendur ungu fólki nærri að taka þátt í jákvæðum breytingum. Sameinuðu þjóðirnar benda sérstaklega á að æskulýðsárið verði notað í þágu friðar. Friður er forsenda áframhaldandi mann- lífs á jörðinni. Mikilvægustu málin Þegar byrjað var að undirbúa al- þjóðaárið settu Sameinuðu þjóð- irnar á fót ráðgjafanefnd til að vinna að framkvæmd ársins. Nefndin ákvað að leggja áherslu á þessi verkefni: Húsnœði, vinnu, frístundir og vímuefni. Húsnæði er öllum nauðsynlegt og lang flestir, ekki síst ungt fólk, þurfa að eyða besta tíma ævi sinn- ar til að eignast húsnæði, nema þá sætta sig við óöryggi leigumark- aðarins. Þarf þetta að vera svona? Atvinnuleysi hefur sem betur fer ekki verið algengt á íslandi til þessa, þó það hafi lagst þungt á margar nágrannaþjóðir okkar. Sú spurning gerist áleitnari hvort við munum búa við atvinnuleysi innan fárra ára. Atvinnuleysi bitnar ekki síst á ungu fólki. Skáta- blaðið tekur þessi mál til um- fjöllunar á öðrum stað í blaðinu. Frítími eykst er framtíðarspá spekinganna. Þá er spurningin hvernig við munum nota hann. Eru skátar tilbúnir að bjóða al- menningi upp á frístundaiðkun stund og stund eða er skátastarf bara fyrir þá sem eru á kafi? V ímuefnanotkun hefur stór- aukist undanfarna áratugi. Það sýna staðreyndirnar okkur. Hverjar eru ástæðurnar? Er þetta þróun sem við viljum og getum breytt? Hvað geta skátar gert? Alþjóðaár æskunnar getur með þinni þátttöku orðið stórt skref í þá átt að þörfum, viðhorfum og viðfangsefnum ungs fólks sé gef- inn gaumur.“Þú hefur ugglaust einhverjar hugmyndir og drauma um það sem þú ætlar að gera á þessu ári. Hvort heldur það er unnið í skátaflokknum, sveitinni eða allt skátafélagið tekur þátt í því skiptir ekki meginmáli, heldur að allir séu virkir - hver og einn einasti. Hér á eftir eru hugmyndir sem þú og félagar þínir getið notað. Þó margar þessara hugmynda henti þér og hópnum þínum óbreyttar þá getur þú vafalaust gert aðrar enn áhugaverðari með því að laga þær að efnum og aðstæðum. skAtablaðið 9

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.