Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 26

Skátablaðið - 01.02.1985, Qupperneq 26
BLEIKA STJARNAIST VAR MINNISSTÆÐUST Þeir voru að skeggræða um flokkleyndarmálið (ekki tungumálið sWahælí) en snarhættu því þegar við birtumst. Jú, jú, þeir höfðu farið á mótið í sumar og voru sammála um að það hefði verið frábært. Minnis- stæðast fannst þeim þegar kveikt var í Bleiku stjörn- unni góðu. Þeir eru nýbúnir að gera upp flokks- veggin, fara mikið í leiki á fundum, syngja og „ákveða það sem þeim dettur í hug“. Þeir eru að fara í úti- — Skeggrætt við Birkibeina, Akureyri legu næstu helgi og eru búnir að fara fjórar göngu- ferðir fyrir jól. Ég vil taka það fram að þeir voru hundleiðinlegir í þessu við- tali og gerðu lítið annað en að taka myndir af okkur. J./A. VITA ALLT UM ÞEYTIVINDUR — Rætt við Birni, útilífsfrík í Dalbúum Hvað erum við að gera? Hverskonar spurning? Við erum að kjafta. Ætlum að gera þriggja mánaða áætl- un. Við ætlum til dæmis í útilegu í febrúar í skála rétt hjá ÍR-skálanum, æ, hann heitir víst Glaumbær og er góður flokkaskáli. - Já er hann ekki í Sleggjubeins- skarði, sagði einn úr Skáta- blaðsgenginu spaklega. Það reyndist rétt vera og flokkurinn sem fékk að vera visku hans aðnjótandi reyndist vera Birnir - kom- ið af Baddi- og þeir eru í Arnarungasveit í skátafél- aginu Dalbúum. Birnir eru sannkölluð útilífsfrík, eins og sagt er á Dalbúamáli, en þeir fóru í eina félagsútilegu í haust og örugglega eitthvað af dagsferðum. Ákveðinn minnihlutahópur gerðist nú hávær um að farið yrði í tvær útilegur í mánuði. Hinir ákváðu þá að það væri of mikið og var sæst á eina dagsferð. Annars fannst þeim öllum útileg- urnar og útistarfið vera skemmtilegast. En hví þá að halda fundi inni fyrst svo er? Nú við erum að undir- búa útilegurnar og við höfum farið í póstaleiki í hverfinu. Fórum til dæmis í einn áttavitaleik um daginn. En hverju vilja svo Birnir breyta í skátastarfinu? Eftir smá umhugsun kom hjá þeim að sumt bæri nú orðið úrelt í þessum áföng- um, en í þeim hafa þeir verið að vinna og klára annan áfanga nú í vor. Þá finnst þeim að sleppa megi sérprófunum því það er fáránlegt að þurfa að láta mömmu skrifa uppá að maður sé búinn að þvo í þvottavél. Og til að leggja áherslu á orð sín var klikkt út með nokkrum vel völd- 26 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.