Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Side 34

Skátablaðið - 01.02.1985, Side 34
- verður það nýtl hlutverk „gamla Lækjarbotnaskálans" eða fær hann að grotna niður í friði og ró Einn er sá staður í nágrenni Reykjavíkur sem margir skátar eiga eflaust góðar minningar frá en það eru Lækjarbotnar. Þar hefur verið skátaskáli síðan 1920 og eru þeir því orðnir nokkuð margir skátarnir sem hafa verið Texti: Reynir Már Ragnarsson þar í útilegu. Minningar tengjast oft skálanum, því andrúmslofti sem þar er og stemmingunni sem þar myndast. Oftar en ekki halda menn tryggð við skálann sem minningarnar eru tengdar við. Ljósmynd: Jón Halldór Jónasson Líflaus og tómur með hlera fyrir gluggum í sumar fór ég að skoða Árbæjar- safn og tók þá eftir litlu húsi sem stendur skammt frá safnhúsun- um. Eetta einmana hús reyndist vera gamli Lækjarbotnaskálinn - Væringjaskálinn. Hann má nú muna sinn fífil fegri. Söngurinn er Saga Væringjaskálans Sumarið 1919 fór stjórn Vœr- ingjafélagsins að leita að stað undir fyrirhugaðan skála. Eftir nokkra leit komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Lækjar- botnar vœru heppilegasti stað- urinn. Þar hafði áður verið býli, sem var áningarstaður ferðamanna sem voru á leið austur fyrir fjall. Bygging skál- ans hófst snemma sumars 1920 og 5. september sama ár var hann vígður þótt byggingunni væri ekki að fullu lokið. Fáni var þá í fyrsta sinn dreginn að hún á stönginni við skálann. í byrjun voru hliðarveggir skálans hlaðnir úr grjóti og torfi, en það þótti slæmt til lengdar og voru því hlöðnu veggirnir rifnir burt. Sumarið 1929 var byrjað að girða lóðina kringum skálann og gróðursett voru tré og aðrar jurtir. Þessu verki var lokið 1931. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónum. 34 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.