Skátablaðið - 01.02.1985, Side 39
170 KM
AF HLYKKJUM
OG SKRYKKJUM
- feykileg fræknifrásögn
Nærri kafnaðar
í rykmekki
Leiðin sem þær lögðu að
velli, frá Bolungarvík að
Hestfjarðarbotni og aftur
heim til Bolungarvíkur, er
um 170 km löng, hlykkjótt
og skrykkjótt, sem sagt
dæmigerðir vestfirskir
sveitavegir. Erfiðast þótti
þeim hve vegirnir voru lé-
legir, mikið ryk og brekk-
urnar í lengra lagi. T.d.
voru þær að kafna úr ryki
þegar hjálparsveitarbíllinn
ók framhjá, en hann var
nærri búinn að keyra þær
niður! Stundum varð að
leiða hjólin upp brekkurn-
ar og éinu sinni sprakk.
(Bætur voru auðvitað með
í förinni). Þetta ásamt
ýmsu öðru tafði förina, en
meiningin var samt aldrei
að slá neitt tímamet.
Farangurinn
lagði á flótta
En hvers konar gripi not-
uðu þær í ferðalagið? Það
voru sko engin mótorhjól.
Báðar á DBS reiðhjóli,
önnur á 5 gíra tryllitæki en
hin á gíralausu. Utan á
hjólin hengdu þær svo
töskur með svefnpokum í,
hlýjum fötum, mat og
göngutjaldi. Þannig sviku
þær gamla, góða bakpok-
ann. Maturinn var auðvitað
þyngstur og þurfti að finna
rétta jafnvægið þegar drasl-
ið var hengt utan á hjólin.
Reyndar þurftu þær að
stoppa 21 sinni til að sækja
dót sem reyndi að strjúka,
en hvað leggur maður ekki
á sig til að komast á skáta-
mót.
Dauðaleit að símstöð
í Súðavíkur-City
Fyrir þá sem ekki þekkja
þessa leið, skal það hér
með upplýst að Súðavíkur-
city er þarna einhvers stað-
ar á leiðinni. Þær máttu nú
til með að kíkja aðeins á
staðinn og leituðu þær
lengi, lengi að símstöðinni
(hvernig er það hægt?).
Símstöðin heillaði þær svo
sem ekkert meira en annað
þarna á staðnum, en fréttir
vildu þær senda heim og
þá kom símstöðin að gagni.
Næsta töf var svo í Álfta-
fjarðarbotni, en þar köst-
uðu þær sér niður, bættu
annað hjólið og átu (ekki
hjólið). í grasinu lágu þær
í 2 klst., í sólskini og hita, í
stuttbuxum og ermalausum
regngalla, spruttu svo á
fætur og tættu af stað.
Engar harðsperrur
hér - takk
Það var orðið áliðið þegar
þær komu í Seyðisfjörðinn
og þá datt þeim í hug að
tjalda þar og mæta á móts-
stað daginn eftir. Mótið átti
að hefjast kvöldið eftir svo
ekkert lá á. En þær vildu
halda áfram á áfangastað,
svo starfsmenn mótsins,
sem staddir voru í Hesta-
firði, myndu ekki hafa
áhyggjur af þeim (sætt af
þeim).
Þegar þær svo loks komu
á leiðarenda, höfðu þær
verið hjólandi í 6V^ klst.
Ekki fylgir sögunni hvort
göngulagið var orðið
undarlegt þegar þær svo
stigu niður á grasið. En eitt
er víst, að þær voru orðnar
margs vísari um þessa 85
kílómetra sína og hvers
konar þvottabretti vegirnir
geta verið.
Þær lögðust ekki í neinar
harðsperrur og aumingja-
skap eftir að mótinu lauk,
heldur lögðu af stað hjól-
andi heim til Bolungarvík-
ur og fengu meira að segja
grenjandi rigningu alla
leið. Þá hafa þær að
minnsta kosti sloppið við
rykið . . .
Þessar tvær hressu stelpur úr Gagnherjum í Bolungar-
vík, gerðu sér lítið fyrir og hjóluðu á síðasta skáta-
mót Vestfjarða, haldið í Hestafirði 1983. Þær heita
Anna Einarsdóttir og Margrét Halldórsdóttir.
og frækin fljóö! Takið eftir!
co
c
ffi
L.
LL
Lumar þú á fræknifrásögn? Já, örugglega
ef vel er að gáð. Þú skalt nú dusta þessa
endemis hógværð af þér, draga fram stíl-
vopið, ná í kryddið fram í eldhús og setja
þig í stellingar. Við birtum hressar greinar
og viljum gjarnan fá góðar myndir með.
Stöðvaðu nú þessa endemis óvissu - sann-
aðu sjálfa(n) þig. Greinina sendurðu til:
Skátablaðið, Snorrabraut 60, pósthólf 831,
121 Reykjavík.
SKÁTABLAÐIÐ 39