Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 40
Um síðustu páska, nánar til-
tekið á skírdag, var haldið
Vetrardróttskátamót á
Hveravöllum. Þar hittust 24
dróttskátar frá Akureyri og
Reykjavík. Skátarnir höfðu þá
gengið til Hveravalla á skíðum,
með allt sitt hafurtask á bakinu.
5 þeirra lögðu af stað frá innsta
bæ í Eyjafirði, gengu þaðan í
Laugafell og áfram til Hvera-
valla. Hinir 19 héldu hins vegar
af stað úr Blöndudal og gengu
þaðan stystu leið til Hveravalla.
A Hveravöllum var legið í
„Guðlaugu“, etið, drukkið,
sungið og sofið.
7 skátar gengu svo suður
Kjöl, að Gullfossi, 16 fóru
sömu leið til baka í Blöndudal
(leið 1) og 1 skáti fór heim í
þyrlu, vegna botnlangakasts.
Mikill undirbúningur liggur
að baki þessum ferðum.
Skátarnir, sem voru á aldrinum
15 til 20 ára, hafa farið í þjálfun-
arferðir og útilegur, útvegað
sér heppilegan útbúnað, lært
rötun, hvernig á að grafa sig í
fönn og margt fleira. Þess má
geta að akureyrskir skátar hafa
farið í páskaferðir um fjöll og
firnindi síðastliðin 6 ár.
HÆÐARPUNKTAROLT
VEISLUMATUR 0G
FJÖLL Á FLÓTTA
- frásögn þeirra sem fóru „erfiðu leiðina“
Texti: Ingimar I. Eydal
Ljósm. Ármann Ingólfsson
Þegar ákveðið var að hafa vetrar-
dróttskátamót á Hveravöllum var
ákveðið að hafa að minnsta kosti
eina „erfiðari“ leið sem aðeins
væri ætluð fyrir þá sem ekki teldu
sig vera byrjendur í vetrarferðum.
Ákveðin var leiðin Eyjafjörður-
Laugafell-Hveravellir. Ekki
sýndu margir áhuga á þessari leið
til að byrja með. Flestir töldu
hana fullerfiða (sem hún reyndist
nú ekki vera) og það var ekki fyrr
en hálfum mánuði fyrir ferð sem
endanlegur þátttökufjöldi fékkst.
Þátttakendur urðu alls fimm sem
voru: Ármann Ingólfsson
(Manni), Gunnar Þór Gunnars-
son (Gunni), Ingimar I. Eydal
(Marri), Karl Ingólfsson (Kalli)
og Örn Arnarson (Öddi). Við
vorum mjög sáttir við þennan
fjölda, því að það hefur gefið
góða raun að vera ekki of margir.
Vistir fluttar á undan
Segja má að aðalundirbúningur-
inn hafi ekki hafist af fullum
krafti fyrr en hálfum mánuði fyrir
ferðina. Að mörgu er að hyggja,
t.d. að gera matseðil og kaupa
mat, útvega hitunartæki, útvega
tjöld, talstöðvar og margt fleira
sem telst til sameiginlegs útbún-
aðar. Félagar okkar úr Hjálpar-
sveit skáta fluttu fyrir okkur vistir
og eldsneyti í Laugafell en þeir
áttu þar leið framhjá er þeir fóru
á Landsmót vélsleðamanna í Nýja-
dal. Einnig var smávegis af mat
hent út úr flugvél á Hveravöllum.
40 SKÁTABLAÐIÐ