Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 4

Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 4
Skátamót í sumar Ekkert skátastarf án útilífs! SKÁTAR ERU AVALLT VIÐBÚNIR! ÚLFLJÓTSVATN 22.-26. JÚNÍ 1994 VERTU MEÐ LYÐVELDI ÍSLANDS 50 ÁRA 22.-26. júní Stórmót sumarsins verður án efa lýðveldismót Skátasam- bands Reykjavíkur á Úlfljótsvatni. Mikill metnaður hefur verið lagður í að gera mótið hið vandaðasta og búist er við þátttakendum frá öllum landsfjórðungum. Félagsforingjum hafa verðið sendar allar nauðsynlegar upplýsingar og hafa þeir jafnframt verið hvattir til að skipa fararstjóra svo undirbúningurinn verði sem bestur. Lýðveldisleikurinn „Leitin að landvættunum“ er flokkaleikur með þjóðlegu ívafi sem ætlaður er til að undirbúa flokkana fyrir þátttöku á mótinu en þjóðlegir þættir verða eðlilega snar þáttur í dagskrá mótsins. Þátttökugjald er 6.000 kr. og er innifalið í því heit máltíð á laugardeginum, kvöldkaffi öll kvöldin, mótsbolur, merki og mótsbók. Þátttökugjald í fjölskyldubúðir er Nánari upplýsingar má fá hjá fram- 500 kr. fyrir hvern þátttakenda ásamt kvæmdastjóra mótsins á skrifstofu 500 kr. tjaldgjaldi fyrir hverja nótt. SkátasambandsReykjavíkurísíma 15484. Innifalið er mótsmerki og mótsbók. Vertu með! „Fjölskyldan undir fána lýðveldis" er yfirskrift þessa 54. Vormóts Hraunbúa í Hafnarfirði. Mótin eru löngu landskunn þó ekki væri nema fyrir rigninguna en þó er víst að „..aldrei í rigningu festir þar snjó." Hafnfirðingamir hafa ákveðið að tengja saman áherslurnar vegna árs fjöl- skyldunnar og lýðveldisafmælisársins og verður dagskrá mótsins í samræmi við það. Krýsuvík er mjög skemmtilegt svæði, þar var áður blómleg sveit og enn má sjá merki bæjartófta víða. Gönguleiðir eru fjölbreyttarog Krýsuvíkurbjarg ekki langt frá. Hraunbúar eru um þessar mundir að skipuleggja útivistarsvæði í Krýsuvík og uppgræðsla er þegar hafin með íslenskum jurtum og hafa þeir fengið til þess styrk úr pokasjóði Landverndar. Mótsgjaldi verður stillt mjög í hóf, enda Vormótin Hraunbúa meðal þeirra ódýr- ustu móta sem haldin eru. Allar nánari upplýsingar um Vormótið má fá hjá starfsmönnum Hraunbúa í Hraunbyrgi og í síma 650900 á milli kl. 16 og 20 alla virka daga. A Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.