Skátablaðið - 01.04.1994, Síða 6
Sveitarfundininn
Skátaflokkarnir koma í röðum, fánaberar fremstir í hverj-
um flokki og þar á eftir koma skátarnir hressilegir en þó
tignarlegir í bláa skátabúningnum sínum. Hópurinn
myndar hring eftir bendingum sveitarforingjans sem
stendur fyrir framan hópinn hljóður; enda þarf ekkert að
segja, skátarnir vita hvað þeir eiga að gera og gera það
fumlaust og hratt.
Skyndilega hrópa skátarnir sveitar-
hrópið þar sem sérhróp flokkanna tvinnast
inn í og og hrópinu lýkur með lágu hvísli
og síðan eldsnöggu hrópi. Skátarnirsetjast
niðureftirbendingu sveitarforingjans sem
býður skátana velkomna og segir þeim í
örstuttu máli frá því sem taka á fyrir á
fundinum. Því næst syngja skátarnir
sveitarsönginn en eru síðan á stuttri stundu
komnir út og byrjaðir á fyrsta verkefni
kvöldsins.
Skátarnir hafa fengið verkefnin á
blöðum, en fyrirmælin eru torskilin, því
þau eru á einhverju myndmáli sem
skátarnir þurfa að leysa. Það gengur og
hópurinn tvístrast í allar áttir. Einn
flokkurinn á að rekja spor persónu sem
sást til við skátaheimilið. Eftir 15 mín.
eiga þeir að geta lýst persónunni eins
nákvæmlega eins og þeir geta og nota til
þess þær upplýsingar sem þeir geta fundið.
Annar flokkur á að fylgjast með um-
ferðinni á næstu gatnamótum í jafnlangan
tíma og koma með tillögur um úrbætur ef
þarf. Einn flokkur æfir notkun slökkvi-
tækis og nýtur aðstoðar eins slökkviliðs-
manns sem hefur verið svo vingjarnlegur
að koma í frítíma sínum.
Svona eru verkefnin hvert af öðru.
samanbækur sínar. S veitarforinginn veitir
þeim flokki, sem sýndi mest hugmynda-
flug við úrlausn verkefna. farandskinnið
sem þeir síðan hengja upp á flokks-
veggnum sínum.
Nokkrir seiðandi skátasöngvar eru
sungnir í lokin og þegar sveitarforinginn
hefur minnt á hjólaferðina næsta laugar-
dag er fundi slitið með leyniathöfn
sveitarinnar. Við kertaljós er Bræðralags-
söngurinn sunginn og skátarnir hverfa til
síns heima, þreyttir en ánægðir eftir
skemmtilegt kvöld. Það er öruggt að
skátarnir nota nokkrar mínútur af næsta
flokksfundi til þess að ræða úrlausn verk-
efnanna og ákveða hvað gera skal svo
flokkurinn standi sig enn betur næst.
Eignir sveitarinnar
Það má líkja sveitinni við fjölskyldu, fjölskyldan þarf að
hafa þak yfir höfuðið, aðstöðu til þess að elda, þarf að
geta veitt fjölskyldumeðlimum hlýju og allir þurfa að
hafa eitthvað að gera. Að sama skapi þarf sveitin að hafa
ýmislegt til þess að geta starfað sem skildi.
Það er mikilvægt að sveitin hafi
einhverja aðstöðu. Hún þarf hvorki að
vera merkileg né stór en þó þarf sveitin að
hafa aðstöðu til þess að hittast og til þess
að geyma eignir sveitarinnar. En þarf
skátasveit að eiga eitthvað?
Með tímanum eignast góð skátasveit
ýmsa hluti sem þarf að varðveita vel á
milli þess sem þeir eru notaðir:
Sveitarfáninn:
Sveitarfáninn er nokkuð stærri en
flokksfáni, stöngin er sverari og fáninn er
vandaðri. Sveitarfáninn er stolt sveit-
arinnar og fær virðulegan stað í sveitar-
herberginu.
Sveitarkistan:
I sveitarkistunni, sem er nokkuð stór
kista nteð góðum handföngum, geymir
sveitin ýmsan sameiginlegan búnað sem
sveitin þarf með í lengri ferðum sveit-
arinnar. Þar má einnig geyma líflínur,
bönd og annað sem oft er notað á sveitar-
fundum.
Hnútataflan:
Eitt af verkefnum sveitarráðsins er að
sjá til þess að sveitin eigi vandaða hnúta-
töflu.
Bókaskápurinn:
I bókaskápnum eru geymdar skátahand-
bækur sveitarinnar. Það þurfa að vera
reglur um notkun þeirra og þær ættu helst
ekki að fara út úr sveitarherberginu. Þetta
getur verið vísir að litlu bókasafni svo
farið vel með.
Veggteppið:
Ur striga má auðveldlega búa til vegg-
teppi til að hengja upp í salnum á sveitar-
fundum. A veggteppið er málað eða
saumað eitthvað sem minnir á sveitina og
að sjálfsögðu er merki sveitarinnar og
jafnvel flokkanna á því. Þetta getur breytt
salnum í ykkar einkasal.
i
»
Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll
i