Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Page 14

Skátablaðið - 01.04.1994, Page 14
Það er ávallt stór stund í starfi hvers félags þegar það eignast sitt fyrsta eigið heimili. Skátafélagið Voga- búar í Grafarvogi fögnuðu þessum áfanga 5. febrúar sl. er þeir vígðu skáta- heimili að Logafold 106 í Reykjavík. < Skátafélagið Vogabúar er aðeins 6 ára en hefur vaxið fiskur um hrygg í góðu umhverfi þeirra 9 þús. íbúa sem byggja Grafarvog. Upphaf starfseminnar hefur ekki verið neinn dans á rósum því að- stöðuleysi hefur bagað mjög og því kærkomið að geta hafið starf í þessu nýja skátaheimili. Reyndar hafa mörg önnur skátafélög í Reykjavík þurft að lifa við slæma aðstöðu en á síðustu árum hefur e - Séð niður í glœsilegan sal félagsins og hangir félagsfáninn yfir arninum. verið tekið vel á málum og húsnæðis- vandi skátafélaganna í Reykjavík að hverfa. Húsið er allt hið veglegasta, timburhús meðportbyggðum steinveggjum. Góð að- staða er fyrir flokkana, aðstaða er fyrir starfsmann, gott geymslurými, glæsilegur salur og aðstaða fyrir dróttskáta. Það vekur nokkra athygli að húsið stendur við opið svæði og því einkar hentugt fyrir skátastarfsemi. Skátablaðið óskar Vogabúum til hamingju með þetta glæsilega hús. Guðmundur Kristinsson, félagsforingi. Heiðursmerki Frá útgáfu síðasta blaðs hafa nokkrir einstaklingar hlotið Þórshamarinn fyrir vel unnin störf fyrir skátahreyfinguna: 28. nóvember sl. var Jakob Árnason, skátafélaginu Heiðabúum heiðraður fyrir mikil og góð störf fyrir skátastarf í Keflavík. 5. febrúar sl. voru Yngvinn Gunn- laugsson ogStefán Már Guðmundsson, báðir í Vogabúum, heiðraðir fyrir ómetanleg störf fyrir skátahreyfinguna. 12. mars sl. fengu7 aðilarÞórshamarinn og er þeirra getið í frásögn af aðalfundi BÍS hér annars staðar í blaðinu. 25. mars sl. fékkÞorsteinn F r. Sigurðs- son, skátafélaginu Garðbúum og núver- andi framkvæmdastjóri BIS, Þórshamar- inn fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins. Öllum þessum aðilum eru færðar heillaóskir í tilefni heiðursveitinganna. Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.