Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Page 15

Skátablaðið - 01.04.1994, Page 15
Skátasöngbókin Söngurinn lengir Hfið, eða svo segir máltækið. Skátar eru sennilega þekktastir fyrir gömlu stutt- buxurnar og allan sönginn og þá ekki síst alla þessa skrýtnu texta. Skátasöngbókin geymir allt þetta og er nauðsynleg hverjum skáta. Skátabokin kostar AÐEINS IIOO KR. FjaUahjólamót^ Skátafélag Akraness heldur fjallahjólamót að \ % Skátafelli í Skorradal dagana 15.-17. júlí nk. A / • A Þetta gera þeir í samvinnu við íslenska fjalla- \ J • 'V’ hjólaklúbbinn og er víst að þarna verður mikið fjör og gaman. Öllum skátafélögum verður gefinn kostur á að senda einn flokk (sex skáta) á mótið og verður keppt bæði í einstaklings- og flokkakeppni. Fjölbreytt dagskrá Það verður að sjálfsögðu gert meira en að hjóla því keppendur þurfa að leysa verkefni á póstum á keppnisleiðunum. Einnig mun verða gróðursett, kennsla fer fram um meðferð fjallahjóla og að sjálf- sögðu verður varðeldur í nýju varðelda- lautinni svo rétt er að undirbúa skemmti- atriði. 15.-17. jálí Gist ítjöldum ífallegu umhverfi Þátttakendur munu gista í tjöldum og elda sjálfir ofan í sig eins og góðum skátum sæmir. Þess má geta að þarna er ein skemmtilegasta að- staða til tjöldunar, svæðið er kjanivaxið og umhverfið mjög fag urt. Erfiðar og léttar leiðir Aðalkeppi mótsins verður í kringum Skorradalsvatn en sú leið er um 35-40 km. Einnig mun verða keppt á mun styttri vegalengdum. Hefjist handa strax Þá er bara að hefj a undir- búning, því enginn tekur þátt í svona langri keppni án þjálfunar. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.