Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Page 23

Skátablaðið - 01.04.1994, Page 23
Hollensk upplifun hað hefur víst ekki farið fram hjá neinum að Al- heimsmót skáta verður haldið í Hollandi árið 1995 Það mót er ætlað skátum 14-17 ára og því margir sem ekki geta verið þar með þótt þeir vildu. En skátar eru úrræðagóðir og ferðaglaðir með afbrigð- um og því stendur bandalag íslenskra skáta fyrir sevintýraferð fyrir eldri skáta og fjölskyldur til Hollands á sama tíma og gefst þá tækifæri að heimsækja alheimsmótið. Fj öldi eldri skáta hefur farið á skátamót erlendis á sínum skátaferli og nægir að minna á Norjamb 1975 en þangað fóru um 300 skátar sem flestir eru nú ijölskyldufólk. Á næsta ári eru liðin 20 ár irá þessu alheimsmóti og því kjörið tækifæri til að minnast þess með heim- sókn á alheimsmót skáta í Hollandi. I sumarhúsi Skipulögð verður hópferð í tvær vikur °g gert ráð fyrir tímasetningunni 4.-18. ágúst en alheimsmótið verður 1.-10. ágúst. Tekin verða á leigu sumarhús í Hollandi en þangað verður farið með rútu frá Schiphol flugvelli við Amsterdam. í safaríferð og fleira Ýmislegt verður hægt að gera, kvöld- vökur og aðrar uppákomur að skátasið verða að sjálfsögðu en auk þess gefst kostur á því að fara í safaríferð í gegnum dýragarð, fara í dagsferð í óhemjustóran skemmtigarð að ógleymdri heimsókn á alheimsmótið. Ferðin verður að sjálfsögðu að skátasið með sérmerktum bolum og merkjum og fleiru sniðugu. Opin öllum eldri skátum Ferðin er opin öllum eldri skátum og fjölskyldum þeirra og því kjörið tækifæri fyrir t.d. félagsstjórnir að eiga skemmti- legar stundir saman. Mjög góð viðbrögð hafa verið við þessari ferð og ekki ólík- legt að áætla að um 100-200 manns verði með. Fáið nánari upplýsingar Áhugasamir skátar eru hvattir til að hafa samband við Þorstein Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóra BIS sem hefur verið skipaður fararstjóri. I hann næst í síma 91-621390 á skrifstofutíma. ■ m ■ m m m m ^ ^ ^ ^ ■ ::ý:: •ííí Ííí iííí ÍÍA SJ® ® M $§§ 3§§ §§ • Starfsmannabúðir á Alheimsmóti skáta (Jamboree) íHollandi 1995 Fyrir hverja skátasveit sem sækir alheimsmót skáta héðan gefst okkur kostur á að senda tvo skáta í starfsmannabúðir mótsins. Viðkomandi munu starfa við fjölbreytt verkefni í tengslum við mótið. Hæfniskröfur: Hafa gott vald á ensku eða frönsku. Aldur: Skátar fæddir 1975 eða fyrr. Umsóknareyðublöð Iiggja frammi á skrifstofu BÍS og hjá félagsforingjum. Þátttaka í starfsmannabúðum er kjörin leið til þátttöku fyrir þá sem eru orðnir of gamlir til að sækja almennar búðir. Undirbúningsnefnd. i i i i i ® M M ® ! M ® ® M M ®®MM®mM®M®®M®MM®M®mM®M®®M Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.