Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 28

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 28
er verið að skipuleggja ferð eldri skáta og fjölskyldna — Hollensk upplifun 1995 — í sumarhús í Hollandi á sama tíma og er reiknað með að á annað hundrað manns fari í þá ferð. Eitt stærsta þjónustuverkefni sem skáta- hreyfingin hefur tekist á við „íslenska fánann í öndvegi“ var kynnt fundar- mönnum. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem miðar að því að kynna almenningi meðferð og notkun íslenska fánans og hvetja til aukinnar almennrar notkunar hans, verkefnið er kynnt hér annars staðar í blaðinu. Alþjóðaráð kynnti mjög áhugavert verk- efni er kallast „Friðarpakkinn“. Þetta er verkefni á vegum alþj óðahreyfingar kven- skáta þar sem skátafélögin eru hvött til að útbúa staðlaða gjafapakka sem sendar eru til barna í flóttamannabúðum í Taj iki stan. Verkefnið er kynnt ítarlega annars staðar í blaðinu. Talsverð umræða varð um samskipti BIS og skátahreyfingarinnar annars vegar og Landsbjargar og hjálparsveitanna hinsvegar. Flestir er tjáðu sig höfðu áhyggjur af því að þessir aðilar væru að fjarlægjast og var lagt til og því beint til stjórnar að farið yrði í viðræður við stjórn Landsbjargar til að finna leiðir til aukins samstarfs milli þessara aðila. Breyting varð á stjórn BIS. Hafdís Ola- dóttir, meðstjórnandi gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hennar stað var Guð- björg Dóra Sverrisdóttirkjörin meðstjóm- andi, en Guðbjörg hefur starfað í Foss- búum Selfossi í fjölda ára. Um leið og Hafdísi er þakkað vel unni störf með stjórn BIS er Guðbjörg boðin velkomin til starfa. Stjórn BIS er nú þannig skipuð: GunnarH. Eyjólfsson, leikari, skáta- höfðingi, Kristín Bjarnadóttir, deildarstjóri, aðst. skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, aðst. skátahöfðingi, Asta Agústsdóttir, húsmóðir, ritari, Guðjón Ríkharðsson, viðskiptafr., gjaldkeri, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, háskóla- nemi, meðstjórnandi og Guðni Gíslason, innanhússarkitekt, meðstjórnandi. Mikill hugur var í fundarmönnum og með tilkomu nýs félagsmálafulltrúa BÍS, sem sinna mun innra starfinu og sam- skiptum við skátafélögin er markið sett á aukið starf og fjölgun skáta og skáta- félaga. Heiðursmerki Nokkrir skátar voru heiðraðir fyrir störf sín fyrir skáta- hreyfinguna: Skátakveðjan: Kristín Bjarnadóttir, aðst. skátahöfðingi, Vífli. Þórshamarinn: Margrét Tómasdóttir, Skf. Vífli, Lára Arnórsdóttir, fv. aðst. skátahöfðingi, Garðbúum, Halldóra Gíslasdóttir, Úlfljótsvatnsráði, (KSFR), Halldór Ingi Guðmundsson, félagsforingi Fossbúa, Guðmundur Pálsson, Dalbúum, Grímur Valdimarsson, Úlfljótsvatnsráði, Skjöldungum og Björn Hilmarsson, Vífli. Skátahöfðingjar ásamt heiðursmerkjaþegum Svipmyndar frá aðalfundi Bandalags Islenskra skáta sem haldinn var 12. mars í sal SSR í Skátahásinu við Snorrabraut í Reykjavík. Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.