Skátablaðið - 01.04.1994, Page 36
Baden Powell
upphafsmaður skátahreyfingarinnar
Varla hefur Baden-Powell grunað að það starf sem hann
hóf fyrir unga drengi ætti eftir að verða að þeirri hreyfingu
sem skátastarf varð að. En Baden-Powell þurfti ekki að
bíða lengi eftir árangri af starfi sínu. Skátahreyfingin
breiddist út um allan heim eins og eldur í sinu og mjög
fljótlega var skátahreyfingin orðin stærstu æskulýðssamtök
heims. Bandalag íslenskra skáta hefur ákveðið að gefa út í
endurskoðaðri útgáfu, Söguna um Baden Powell sem út
kom árið 1945. Hér að neðan eru nokkrir punktar úr
bókinni frá 1945. Teikningarnar eru eftir Baden-Powell.
Af litlum neista
Þegar Baden Powell kom heim til
Englands eftir Mafekingumsátrið, þá sá
hann sér til mikillar undrunar að hin litla
hernaðarbók hans „Aids to Scouting"
hafði verið notuð af framsýnu fólki sem
kennslubók til að skerpa athygli drengja.
Þá um leið fékk hann boð um að vera
viðstaddur hina árlegu skrúðgöngu „Boy ’ s
Brigade" (hreyfing í Englandi). Það, að
sjá svo marga drengi hljóta góða líkam-
lega æfingu, hafði mikil áhrif á hann, og
hann velti því fyrir sér, hvers vegna fleiri
drengir væru ekki í þessari hreyfingu.
Hann orðaði það við Sir William Smith,
stofnanda „Boy’s Brigade“, að væri
hreyfingin ferð meira aðlaðandi, til dæmis
með skátaleikjum og æfingum, þá myndu
fleiri drengir ganga í hana. Sir William
geðjaðist vel að hugmyndinni, og B-P
gerði stutta áætlun um æfingar í „Boy’s
Brigade“. Sumar sveitir tóku þær í notkun,
en yfirleitt voru þær ekki notaðar. Þá
ákvað B-P að kynna hugmyndina betur.
Hann ræddi um hana við vini sína og
raunar við sérhvern, sem hafði áhuga á
málinu. Þá var það dag nokkurn árið 1907,
að hann hitti Arthur Pearson, aðaleiganda
útgáfufyrirtækis með því nafni, en hann
dvaldi þá ásamt útgáfustjóra sínum, Percy
Everett, yfir helgi á bóndabæ, þar sem
B-P var einnig gestkomandi. Pearson fékk
undir eins áhuga á málefninu, og bauðst
til að gefa út bók um skátamálefni. Svo
var áætlað, að B-P skyldi skrifa handbók
fyrir drengi og fara svo um landið í fyrir-
lestraferð og skýra hugmyndina fyrir
almenningi.
Utilegan frœga á Brownseaeyju var
undirbúningur hans að gerð bókarinnar.
Þegar fyrsti hluti bókarinnar kom út var
einsýnt hvert stefndi — skátahreyfingin
var komin til að vera.
Síðasta Jamboree B-P
íHollandi árið 1937
S&i
„Þetta Jamboree okkar hérna er í mörgu
tilliti líkt krossferð. Þið hafið safnast hérna
saman frá öllum löndum heims eins og
sendiherrar góðs vilja, þið hafið verið
góðir vinir og brotið á bak aftur sérhverja
hindrun, sem stafaði af mismun kynflokka,
trúarflokka eða stétta, sem þið voruð af.
Þetta er vissulega mikil krossferð. Eg
ráðlegg ykkur nú að halda áfram þessu
góða starfi, því að brátt munuð þið verða
fullorðnir menn, og hefjist deilur milli
þjóðanna, þá er það á ykkur, sem ábyrgðin
fellur. Séuð þið vinir, þá munuð þið ekki
vilja deila, og með því að þroska slíka
vináttu, sem hefur ríkt hér á þessu
Jamboreei, þá skuluð þið undirbúa það,
að lausn alþjóðlegra vandamála verði
ráðin með friðsamlegum ummælum. Þetta
mun hafa mikil og langvarandi áhrif alls
staðar í heiminum til eflingar friðnum og
því skuldbinda ykkur alla í þessari
hreyfingu til þess að gera ykkar ýtrasta til
þess að efla vináttu á milli skáta allra
þjóða.
Nú er víst kominn tími fyrir mig að
kveðja ykkur. Eg vil, að þið lifið
hamingjusömu lífi. Þið vitið, að margir
okkar munu aldrei hittast aftur í þessum
heimi. Eg er á 81. ári lífs míns og er að
nálgast ævilok mín. Flestir ykkar eru að
hefja lífsskeið sitt og vil ég að það verði
gott og árangursríkt. Þið getið gert það
þannig með þ ví að gera ykka besta til þess
að breyta alltaf eftir skátalögunum, hvert
sem þið farið. Verið þið sælir. Guð blessi
ykkur alla.“
Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll