Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Page 37

Skátablaðið - 01.04.1994, Page 37
Úlfljótsvatn dmumastaður islmskra skáia „-.austur aftur, unaðsland, unaðsland..", hver þekkir ekki þessar línur? Skátahreyfingin hefur haft afnot af Úlfljótsvatni síðan 1941. Þar hefur verið rek- inn skátaskóli, skólabúðir, þar hafa verið haldin skáta- mót, þar hefur verið aðset- ur foringjaþjálfunar íslen- skra skáta og svo mætti lengi telja. Úlfljótsvatn er fastgreypt í huga sérhvers skáta og mun eflaust vera það áfram því mikill hugur er í mönnum um áfram- haldandi uppbyggingu. Aðstaðan á Úlfljótsvatni getur boðið upp á mikla og fjölbreytilega möguleika í framtíðinni, ekki aðeins fyrir skáta, heludur einnig fyrir fólk á öllum aldri, bæði heilbrigða og fatlaða. Gerð hefur verið skipulagstillaga að landnýtingu og mynd af henni hér að ofan. Þessa stundina er verið að vinna að heildarskipulagið fyrir landsvæðið við Úlfljótsvatn og getur það haft einhver áhrif á núverandi skipulagstillögu. Aform eru um að bæta aðstöðu fyrir almenna gesti og verður í sumar gefinn möguleiki fyrir almenning að tjalda á svæðinu. Geta því gamlir skátar og fjölskyldurkomið og dvalið áÚlfljótsvatni og um leið rifj að upp gamlar góðar stundir frá fyrri árum. Einnig verður sú nýbreytini að kaffisala verður á sunnudögum og er vonandi að margir nýti sér það, en Úlfljótsvatn liggur mjög vel við fyrir þá sem fara Nesjavallaleið, eða Þingvallaleið. Skógræktarfélag skáta hefur unnið á áundanförnum árum mikið starf við skógrækt við Úlfljótsvatn og óhemjumiklu magni af skógarplöntum verið plantað á svæðið. Verður spennandi að fylgjast með árangrinum á komandi árum. Ráðinn hefur verið umsjón- armaður staðar- ins í fullt starf og tók Finnbogi Finnbogason viðþvístarfium áramót. Finn- bogihefurverið með annan fót- innástaðnumtil þessa svo hann veit að hverju þarf að vinna. Er hann boðinn velkominn til starfa. Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.