Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 38

Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 38
Ægisbúar vekja á sér athygli Það er ekki hægt að segja að skátastarf fái mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Fjölmiðlaumfjöllun er mjög mikilvæg fyrir alla starfsemi sem opin er almenningi og því ánægjulegt þegar skátafélög ná athygli fjölmiðlanna með starfi sínu. Þetta hafa Ægisbúar í Reykjavík gert. Tilefni áhuga fjölmiðla á starfi Ægis- búa hafa verið af ýmsum toga. í vetur gerðist sá óhugnalegi atburður, að ráðist var á stelpur úr félaginu á heimleið af skátafundi. Varð sá atburður tilefni til skrifa í dagblöðum og umfjöllunar í út- varpi. Þó ekki væru um að ræða beina umfjöllun um starf skáta þá vakti fram- ganga skátaforingjans sem með harðfylgi gat hrakið árásarmanninn á flótta og komið þannig í veg fyrir að þessi fólskulega árás vað ekki verri en raun bar vitni. Heilsíðuauglýsing íMorgunblaðinu, þar sem Ægisbúar hvöttu fyrirtæki og einstaklinga til að hirða betur um um- hverfi sitt, vakti ekki síður athygli. I kjöl- farið gengu Ægisbúar fjörur í Vestur- bænum og tíndu rusl úr þeim. Nokkrum dögum síðar birtist umfjöllun um þetta framtak í Mbl. I sömu viku birtist grein í DV eftir dróttskáta í félaginu, þar sem þeir greindu frá ferð sem þeir fóru til að hreinsa upp rusl sem einhverjir höfðu losað sig við í grennd við skála félagsins við Sandskeið. Taka á girðingarstaurum í eigu Ægis- búa varð svo fjölmiðlum fréttamatur um mitt sumar. Þannig var málum háttað að girðingarstaurar sem höfðu verið notaðir við reyringaræfingar í útilegu við Hafra- vatn, hurfu þaðan. Þetta vildi sveitar- foringi Sefmeyja, Björk Thomsen ekki sætta sig við og sendi símbréf til allra útvarpsstöðva þar sem hún auglýsti eftir staurunum. Það að skátar voru að leita að girðingarstaurum en ekki fólki vakti forvitni fjölmiðla og fór Björk í tvö út- varpsviðtöl þar sem störf skáta var til umræðu. Einnig birti DV grein um þetta í lesendadálki blaðsins. Staurarnirfundust og var skilað. Nú kann ýmsum að finnast að um- fjöllun sú í fjölmiðlum, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni sé lítil og óm- erkileg. Má með sanni segja að svo sé a.m.k. samanborið við umfjöllun þá sem t.d. keppni meistaraflokka karla fær, en ef við gerum raunhæfari samanburð og berum saman athygli sem þessar uppá- komur hafa vakið og t.d. þá athygli sem umfjöllun um 6.-1. flokk KR í handbolta hefur vakið, er ljóst að Ægisbúar mega vel við una. Ægisbúar hafa orðið varir við að sú umfjöllun sem hefur verið um starf þeirra, hefur vakið athygli og komið þeim til góðs á ýmsan hátt. Þeir hafa notið vel- vildar fyrirtækja, skátarnir hafa verið stoltari af starfi sínu og áhugi á skátastarfi hefur aukist. Ljóst er að sú umfjöllun sem skátafélag fær, kemur ekki einungis félaginu sjálfu til góða, heldur hreyfingunni almennt. Það er því synd að félögin leggi ekki meira kapp á að koma starfi sínu á fram- færi við fjölmiðla og stuðli þannig að því að koma starfi sínu á framfæri við fjöl- miðla og stuðli þannig að því að almenningur verði var við starf hreyfing- arinnar. Það er von Ægisbúa að þessi umfjöllun verði öðrumfélögum hvatning til að koma starfi sínu á framfæri hvort heldur er í fjölmiðlum eða með uppá- komum á sínu starfssvæði. Enn fremur skora Ægisbúar á formenn og nefndar- menn hinna ýmsu nefnda og ráða að ganga á undan með góðu fordog láta ljós sitt skína opinberlega. Bragi Björnsson, skáti. Amarsetur býður ykkur velkomin Skátaskálinn Arnarsetur er í eigu skátafélagsins Ægis- búa. Skálinn er staðsettur undir Vífilsfelli, fyrir ofan Sandskeið í aðeins 30 mín. akstur frá Reykjavík eða í um 4 tíma gönguleið frá Árbæ. Skálinn er á tveimur hæðum. á neðri hæðinni er forstofa, salerni, hol, lítið foringjaherbergi, eldhús og salur, sem þjónar bæði hlutverki samkomusalar og matsalar. Á efri hæðinni er svo svefnloft. Rafmagn er í skálanum og er hann kyntur og lýstur með rafmagni. Skálinn rúmar með góðu móti 30 manns og eru mataráhöld fyrir þann fjölda. Þó hafa allt að 50 gist í skálanum í einu. í eldhúsi er er rafmagnseldavél með fjórum hellum, ísskápur og öll nauð- synlegustu eldhúsáhöld svo ekkert er að vanbúnaði að elda góðan mat. Á svefnlofti eru dýnur fyrir 30 manns. Ekkert rennandi vatn er í eða við skál ann svo taka þarf allt vatn með. Nánari upplýsingar um Arnarsetur má fá öll mánudags-, þriðjudags-, og miðvikudagskvöld milli kl. 19:30 og 21 í síma 23565. Einnig er hægt að afla upplýsingahjáBragaBjörnssyni í síma 616138 eðahjá Júlíusi Aðalsteinssyni í síma 629897. Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.