Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 4

Sameiningin - 01.12.1910, Page 4
2<?2 að veita gjafir á þennan liátt. En með engu móti öðru er unnt að inna þær gjafir af hendi, sem nú er um að rœða, svo að samboðið sé jóla-liátíðinni. Fegrsta jólagjöfin er ekki sú, sem mest peninga- útlát útlieimtir, heldr sú, sem flytr með sér mestan kærleik. II. Næsta sjaldan koma jólin — aðeins einu sinrá á ári hverju; og hve brátt er hátíðin liðin lijá! aðallega nær hún ekki yfir meira en nótt og dag. Sé jólunum þar með algjörlega lokið, þá má virðast, að fagnaðr sá end- ist ekki stórum betr en smá-leikföng þau, sem af mang- ara hafa verið keypt á strætum riti. Barnagullið heldr sér eina klukkustund eða svo, en þá bilar í því fjöðrin, fœtrnir detta af, og innan skamms er ekkert annað orðið eftir en ónýt brot, sem svo er fleygt. En vissulega á meira en það að verða og getr orðið úr jólunum — meira en það, að einn dagr á ári sé til þess tekinn að sýna örlæti, en árið að öðru leyti látið vera í ánauð eigingirninnar, — meira en það, að einu kvöldi sé til þess varið að gjöra sér og öðrum til gam- ans, en annars sé síngirnin einráð og sífelldr þræl- dómr. Eigi það, sem gefið er, að vera merki persónu- legrar hugunar um aðra, merki vináttu-tilfinningar þeim til handa, óeigingjarnrar umhyggju fyrir þeim, og löngunar til að gleðja þá, þá lilýtr að vera svo um búið, að hugsanin, tilfinningin, umhyggjan haldist við eftir nð gjöfin hefir verið látin úti. Á sama stendr, hvort ker, sem gefið skal, er úr gulli eða silfri eða járni eða tré eða leir, ellegar bikar hefir verið búinn til úr ræmu af birkiberki. einsog þá bréf er brotið. Hin smáa gjöf og hin sjaldséna gjöf og lengi þráða getr flutt með sér svona lagaðan boðskap: ‘1 dag er eg að hugsa um þig, því að nú eru jól, og eg óska þér heilla. Og af því að á morgun verðr næsti dagr eftir jól, mun eg enn hugsa um þig þá, og svo á- fram allt árið. Sennilega get eg ekki komið því við að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.