Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 7

Sameiningin - 01.12.1910, Page 7
295 klukkurnar kalla menn saman til að minnast þess, að Kristr fœddist í fátœktinni miklu. Einu sinni var manni unaðr að því að fá vinar- kveðju á jólaspjaldi. Þá var vinar-þelið manni fyrir mestu. Þá var auðvelt að g’leðja oss um jólin. En þá vorum vér líba fátœkir einsog Kristr og — barnalegir. Bezta lifandi Ijóðskáld þessa lands, James Whit- comb Biley, segir í hugnæmu ijóði: „Le’s go avisitin’ back to Grigbyrs Station, back where we ust to be so happy and so poor.“ Gott fyrir marga að fara kynnisferð í huganum um jólin lieim þangað sem maðr var farsæll og fátœkr. é * * Gjafir — margar gjafir, en—fáir gjafarar. „Gjaf- aralaus gjöf“—svo er um marga gjöf, sem keypt er, send er, en enginn gjafari fylgir. Hvað gefr maðr um gjöf án gjafara? Margr gefr, en gefr þó ekki —fylgir ekki sjálfr með. Tómar gjafir tæma, en fylla ekki, hjartað. Það, sem mestu varðar, er það, að gefa sjálfan sig. Gefa sjálfan sig í jólagjöf. Gefa sjálfan sig liverju litlu barni, sem leikr sér, hoppa með því, syngja með því, segja því sögur, fylla sálu þess saklausri gleði, svo vakandi lilæi það og sof- andi brosi það, og ekkert í lífinu þekki það annað en sól og vor og söng og elsku. Gefa sjálfan sig vinnunni, ekki með nauðung sem þræll, heldr fúslega og lijartanlega sem frjáls maðr, er engum lýtr öðrum en konungi lífsins, sem tœkifœrin gefr til að vinna og vaxa. Gefa herðar sínar undir byrðina, sem létta þarf; gefa hönd sína liverju fyrirtœki, sem framkvæma þarf; gefa huga sinn liverri hugsun, sem hugsa þarf; gefa rödd sína til framhvatningar hverri tilraun, sem til umbóta liorfir. Gefa starfskraft sinn óskerðan liverju góðu verki. Gefa sjálfan sig sannleikanum, sem smásaman lyftir blæju frá andliti og sýnir sig sálum mannanna. Gefa sjálfan sig í æfilangt stríð móti lygi og villu. Gefa sann-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.