Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 9

Sameiningin - 01.12.1910, Page 9
297 Hvergi lield eg Ijós liafi einkennt jólahátíðina og jólafögnuðinn eins sterklega og á Islandi, þegar á allt er litið. Af hverju kom það? Meðfrain af því, að nóttin er þá svo löng og myrkrið mikið; því þá verðr ljósið manni svo miklu kærara. En annað var þó aðal-orsökin. Myrkrið í náttúrunni minnti á annað myrkr, andlega myrkrið, myrkr syndarinnar, sem grúfir þungt og kalt vfir mönnunum, nema ljós lyfti því af. Til þess myrkrs fann íslenzk alþýða. Iiún fann því til þess, að með fœðing Jesú Krists hafði ]jós upprunnið, sem frelsar frá myrkrinu. Með honum kom 1 jósið helga í lieiminn, sem skín í myrkrunum. Það er fyrir alla. Ekki ætlazt til þess, að neinn verði útundan, lieldr að liver einn einasti maðr eignist ljósið sitt — 1 jós, sem vísar veg til guðs og sýnir föður-auglit lians og náð lians skína úr því móti liverju barni, er snýr sér að því og þiggr ljósið úr liendi guðs framréttri. Það er því engin furða, þótt bjart væri yfir íslenzkri alþýðu, meðan hún sá í jóla-barninu helga Ijós upprunnið af hæðum — ekki 1 jós líkt neinuin öðrum ljósum, sem kveikt liafa verið í heiminum, lieldr einkaljósið frá guði, sem mennirnir hafa ekki átt neinn þátt í að kveikja, lieldr ljós kveikt af guði einum og gefið af einskærri náð, til þess að vera eina ljósið til handa mönnunum þeim til lijálpræðis. — Það var engin furða, þótt bjart væri yfir íslenzkri alþýðu, meðan liún sá, að hér var um Ijós að rœða, sem ber af öllum ljósum um aldir alda, einsog sólin ber af stjörnunum í sólkerfi sínu, af því þær fá birtu sína frá lienni; en að það var ekki ljós við hliðina á öðrum ljósum, er beri ef til vill af þeim um stund, einsog stjarna er stjörnu bjartari, en búast má við að rými einlivern tíma fyrir öðru ljósi enn þá dýrð- legra. Er nú eins bjart yfir íslenzkri alþýðu? — Ef ekki, þá kemr það til af því, að liið lieilaga jóla-ljós er ekki eins dýrðlegt og áðr í augum liennar. Það er þá ekki

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.