Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 15

Sameiningin - 01.12.1910, Page 15
303 eru, svo ekki gjörumst vér of svartsýuir. Og fyrir öll- um liroka og ofmetnaði ætti það að verja oss í þessu sambandi, að finna til þess, hve mjög vér erum utanvið hinn mikla straum kristilegra framkvæmda, sem vér höfmn bent á lítillega. En framför og starf það, er vér höfum bent á, ætti að auka trú vora á málefnið og upp- örva oss til að reynast trúir í liinum takmarkaða verka- hring vorum. N}'tt ár er framundan oss. Fyrir kxistnina merkir það ný tœkifœri og nýja möguleika. Á því ríðr, að vér fœrum oss þetta í nyt. Framförin á liðna árinu á að benda kristninni lengra. Hugsjón kristindómsins lnn upprunalega og sanna þarf að vaka fyrir oss, svo það gleymist ekki, að aðeins ávaxtarsöm og starfandi kristni má heimfœra til sín fyrirheitið um blessun.—Hvort sem um einstakling eða heild er að rœða, er um það að hugsa að lifa ekki einungis sjálfum sér, heldr að lifa. fyrir málefnið, lifa Kristi. Trúmennska við orð hans og boðskap hefir leitt til trúboðsvakningar í heiminum. Og trúboðs-hreyfingin liefir aftr liaft blessunarrík áhrif á öll svæði kristilegs lífs. Slík áhrif á víxl verða allsstaðar, þar sem líf er og þroski. Hugr vor snýr sér að hinni íslenzku kristni vorri. Þörf liennar og velferð liggr oss næst. Enginn efi er á því, að það hefir verið henni mikið tjón, hvernig hún hefir verið utan við vakningarstrauma þá, sem komið liafa fram út um heim víðsvegar. Vér, sem hér erum, megum engan veginn einangra oss í kristilegu tillití. Vér þurfum á því að halda að læra af þeim, sem lengra eru komnir í því að sinna kristilegum málum. — Hve ómetanlegt gagn væri oss það meðal annars, að leik- manna-lireyfingin gæti náð sér niðri hjá oss. Eða að trúboðsvakningin gæti náð til vor verulega, með þeim aukna sannfœringarkrafti fyrir málefni kristninnar, sem henni er samfara. Með því einu móti læknast andleg mein vor, að hugsjón kristindómsins skýrist fyrir oss við það að verða fyrir slíkum hollum áhrifum. Og að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.