Sameiningin - 01.12.1910, Qupperneq 29
3°5
hann ávallt síðan veriS trúfrœöakennari viö prestaskólann og er nú
forstööumaör hans. Dr. Jacobs er nú, einsog dr. Krauth var á
sinni tíö, viðrkenndr fremstr allra lúterskra guöfrœöinga í álfunni.
Rithöfundr er dr. Jacobs stór-merkr. Auk bóka hans og rita um
trúfrœðileg efni hefir hann samið Æfisögu Marteins [Lúters, Sögu
lútersku kirkjunnar í Vestrheimi, og Sögu siöbótarinnar á Englandi.
Hann hefir staðið fyrir útgáfu á „The Lutheran Commentary“ og
„Lutheran Encyclopedia". Enn fremr hefir hann þýtt úr þýzku
játningarrit lútersku kirkjunnar og gefið út á ensku „Konkordíubók-
ina“ í tveim bindum. B. B. J.
Prófessor Rcvcre Franklin JVeidner, D.D., LL.D., er fœddr í
Pennsylvania'22. Nóvember 1851. Var frá barnœsku settr til náms.
Útskrifaðist frá Muhlenberg College 18 ára gamall, með mesta
heiðri. Árið 1873 lauk hann guðfrœöanámi viö Philadelphia-
prestaskóla. Nokkur ár gegndi hann prestsembætti í Philipsburg,
N. J., og Philadelphia. Þrítugr fluttist hann vestr til Illinois og
gjörðist kennari í grískum og hebreskum biblíufrœðum við presta-
skóla Ágústana-sýnódunnar sœnsku í Rock Island, Jafnframt
ílutti hann fyrirlestra um trúfrœöi og siðfrœði. Á sumrum var
liann ýmist með dr. Harper, er varð forstöðumaðr Chicago-háskól-
ans mikla, við hebresku-kennslu, eöa með D. L. Moody, prédikaran-
um alkunna, og flutti fyrirlestra um biblíufrœði í skólum hans í
Northfield og Chicago. Haustið 1891 var dr. Weidner gjörðr for-
stöðumaðr prestaskóla þess, er dr. Passavant hafð gengizt fyrir að
stofna í Chicago; byrjaði skólinn 1. Okt. það ár. Ávallt síðan hef-
ir dr. Weidner veitt skólanum forstöðu og kennt þar trúfrœði.
Síðastl. haust var skólinn fluttr frá Lake View í Chicago í aðra
undirborg, er Maywood heitir. Hafa þar þegar reistar veriö ekki
færri en tíu byggingar, hver annarri veglegri. Þar hefir þá lút-
erska kirkjan eignazt skóla, sem einnig að ytra útliti og búningi
öllum ber af flestum samskonar skóluin i landinu. Og lang-mest
er það allt að þakka dugnaði og skörungsskap dr. Weidner’si, sem
þó hefir verið mjög bilaðr að heilsu hin síðari ár.
Dr. Weidner hefir ritað fjölda bóka, og ná þær yfir flest
svæði guðfrœðinnar. Eru þær margar notaðar við kennslu í guð-
frœðaskólum. Siðfrœði hans er kennslubók í mörgum college-
skólum. Kennslubœkr í hebreskri og grískri málfrœði, er hann
samdi ásamt dr. Harper, eru rnjög útbreiddar. Dr. Weidner er
talinn með fjölfróðustu lærdómsmönnum og hefir verið keppt um
að fá hann fyrir kennara við sumar stœrstu menntastofnanir lands-
ins. En prestaskólanum í Chicago hefir hann helgað alla krafta
sína. B. B. J.