Sameiningin - 01.12.1910, Page 34
3io
í GrunnavatnsbyggS kynntist eg því miðr mjög lítið. Þó hitti
eg ýmsa eftir guðsþjónusturnar, og voru viðtökurnar þar einnig
hinar beztu. Kristilegr félagskapr hefir verið myndaðr á tveim
stöðum í þeirri byggð: að Otto og Vestfold. Hann stendr þó enn
fyrir utan kirkjufélag vort, en kemr væntanlega inn á sínum tíma.
Miss Freemann, dóttir Árna Fremanns, hélt uppi sunnudagsskóla í
suðrhluta byggðarinnar—að Vestfold1, og hefi eg frétt, að henni
hafi tekizt verkið einkar vel.
Byggðirnar liggja saman og eru næsta víðlendar. Eitthvaö um
1,500 landar eru þar búsettir í einum hóp. Flest er fólkið kristilega
hugsandi og óskar eftir kirkjulegri starfsemi, þótt lítið hafi enn
verið unniö að þeim málum. Þar gæti þrifizt fjórir myndarlegir
söfnuðir.
|
Seinna part sumars, frá 5. Ágúst til 29. Sept., dvaldi eg hjá
löndum mínum í Alberta. För mín þangað var einkar skemmtileg,
og mun hún lengi verða mér minnisstœð. ÓvíSa hefi eg unaS mér
betr en þar vestra hjá fjallabúum, og naumast gat mér veriS sýnd
meiri velvild en þar varS reynd á. Eg prédikaöi sex sinnum aS
Markerville, fimm sinnum í Red Deer, og þrisvar að Burnt Lake.
Allar voru guðsþjónustur þær ágætlega sóktar, aS hinni fyrstu
undantekinni. Tvo seinustu sunnudagana var kirkjan troðfull.
Sunnudagsskóla stofnaSi eg í Markerville, og er honum haldiS
áfram enn. Oftast var hann vel sóktr. Miss Rooney Christianson
aSstoðaSi mig við kennslu, þangaS til hún varS að fara úr byggS-
inni til næsta bœjar, þar sem hún stundar nám á lýðháskóla. Miss
Celía Stephenson tók þá viS af henni og kenndi þaS, sem eftir var
af tímanum; hefir hún haldið skólanum við síSan eg fór. BáSar
eiga þær heiSr skiliS fyrir þaS, hve myndarlega þær hafa leyst verk
þetta af hendi.
Á meðan eg dvaldi þar vestra, dó ungr piltr, 14. ára garnall —
Skúli aS nafni — fóstrsonr Sigurðar Benediktssonar og Vilborgar
konu hans. Hann var gott og efnilegt ungmenni, og fóstrforeldrar
hans unnu honum hugástum; var því missirinn þeim mjög átakan-
legr. Hann var jarðsunginn 22. Sept. „GuS huggi þá, sem
hryggSin slær.“
Eg var til húsa hjá Kristjáni Jóhannessyni og konu hans. Eru
þau hjón væn, viSfelldin og gjöröu mér allt til ánœgju.
Fremr er byggöin fámenn og all-dreifB. Þó hafa landar reist
sér einkar myndarlega kirkju, og er þaS þeim til sóma. Nokkrar
fjölskyldur íslenzkar eiga heima í bœjunum Red Deer, Edmonton
og Calgary. I hinum síSastnefnda staldraSi eg viS eina tvo daga
á austrleiS 0g hafði tvær guSsþjónustur meS löndum mínum — 30.
Sept. og 2. Okt. Flestallir komu og var heimsóknin hin skemmti-
legasta.