Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1910, Page 42

Sameiningin - 01.12.1910, Page 42
3i8 Við kvöddum bónda, og héldum svo heim á leiö', þegjandi og þungbúin. Meðan við gengum ofan fjallshlíðina, ýmist um hátt gras eða blómstrandi lyng, gat eg ekki um annað hugsað en aumingja sak- lausa lambið, með blœðandi augun. Þessi mynd hafði einsog brennt sig inní huga minn — og hún hefir nú staðið þar, þótt ótrúlegt sé, meir en í fjörutíu ár, alltaf jafn-glögg og skýr. Eg einsog bráðnaði í sársaukanum. Það ólgaði í mér útaf því að sakleysið skyldi taka svona mikið út. Fyrir skömmu hafði eg ekki ráðið mér fyrir gleði yfir því, hve heimrinn væri elskulegr og indæll. Nú var allt annað uppá teningnum. í þessum uppœstu geðshræringum sá eg ekkert í hc«i- um nema volæði og vonzku. „Litla lambið saklausa! ...... hví þurfti það að verða fyrir þessum harmkvælum?......... Hvílíkt ofboð og óréttlæti!...... Og þó segir mamma, að guð sé góðr. Hví hjálpaði hann því þá ekki ?“ Svona löguð tilfinninga-beiskja var stöðugt að brjótast um í mér hið innra á heimleiðinni. Eoksins komum við heim. Eg hljóp samstundis til móður minnar. Hún var ætíð svo góð við skepnurnar, og hvatti okkr til hins sama. Hún myndi skilja mig. Eg sagði henni nú kjökrandi frá því, sem fyrir hafði komið, og spurði hana að ending: „Mamma! hvernig stendr á því, að guð hjálpaði ekki litla lambinu ?“ f stað þess að svara tók hún mig í fang sér og þrýsti mér upp að sér. Síðan settist hún niðr og hélt á mér í fangiuu. Eg grúfði mig upp að brjósti hennar og grét heitum tárum. „Aumingja — aumingja lambið !“ — stamaði eg upp. „Hjartans barnið mitt! hættu að gráta“ — sagði móiðir mín. „Lambinu batnar.“ „Já, en blóðið lak úr augunum á því, mamma! Það hefir verið svo óttalega sárt!“ „Það hefir ekki verið eins sárt og þú heldr, góða barnið mitt! Dýrin kenna ekki til einsog við myndum gjöra. Þau kenna ekki til sársaukans á sama hátt og við.“ ö,Er það satt, mamma?“ „Já, elsku-barn! Guð hjálpar öllum sínum skepnuim smáum og stórum. Nei, litla lambið hefir ekki kennt til einss mikið og þú ímyndar þér —.“ Ó, hvað það huggaði mig — það sem móðír mín sagði, og þó eg sökum œsku minnar ekki skildi allt, sem hún sagði. þá verkuðu þó orð hennar einsog mýkjandi balsam á særða hjartaS mitt.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.