Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 12
Lofsöngur til prentlistarinriar Eftir Þorsteín Halldórsson Úr hásal guða heilög máttarorð með hljómagný um reginmyrkrin dundu, úr djúpum lyftust himnar, höf og storð og hátíð lífsins brann á sæ og grundu. Og fyrstu orðin voru: Verði ljós! — því vizkugeislar djúpin skulu brúa — og síðan ómar eilíft sigurhrós um orðsins mátt svo vítt sem hugir fljúga. I annað sinn fór leifturblik um lönd og ljósið rauf hin myrku ský í sundur, — á hærri leiðir lyftist mannsins önd, — því letruð hugsun var hið mikla undur. Frá Gutenberg ber ljómann langt og hátt, sem lýsir meðan fjöll á jörðu standa. I glæsta sali, líka’ í hreysi lágt ber listin fræga verk hans snilldaranda. Því bókin, hún er æðsta afrek manns. I öllu prenti er dularmáttur falinn. Það færir andans auð til sérhvers lands frá efsta tindi nið’r í lægsta dalinn. Og eilíft hrós skal hljóma þeirri list, sem hugann leiðir upp til furðustranda og hefur ætíð varðað veginn fyrst í vizkuleit og framsókn mannsins anda. Þ. H. Þorsteinn Halldórsson í rœðustól á 70 ára afmœlis- hátíð H.Í.P. I’RENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.