Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 32

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 32
kvæmt reglugerð hans framvegis. Þessi tillaga kom allt of seint fram, vegna míns eigin mis- skilnings, og féll ekki í góðan jarðveg. Einkum fannst þó stjórnarmeðlimum illa gert að koma með svo andstyggilega uppástungu. Formaður viðurkenndi þó að ástæðan fyrir því, að ekki hefði verið unnið eftir þessum fyrirmælum væri sú, að enginn hefði beðið um það. Ég spurði þess þá, en fékk ekki svar, hvort það væri meining formanns, að ekki skyldi unnið eftir lögum og reglugerðum félagsins, nema einhver utan úr bæ kæmi niður á Hverfisgötu og bæði stjórnina að vera svo elskulega að starfa eftir þeim. Eg spyr enn þessarar spurn- ingar og vænti þess að fá svar við henni. Satt bezt að segja hafði ég álitið að stjórnin væri til þess kjörin að starfa eftir lögum félagsins og það ætti að vera henni kappsmál. Ef þetta hins vegar er á misskilningi byggt hjá mér, leyfi ég mér hér með að fara fram á það að stjórn Hins íslenzka prentarafélags starfi á komandi starfsári samkvæmt 2. og 3. lið 7. greinar reglugerðar um Framasjóð. Við fyrsta lið þarf hins vegar að gera gagnmerkar breyt- ingar, svo að ég fer ekki fram á meira starf í hans anda en verið hefur. Svo fór að lokum að tillaga mín var felld á jöfnu, mitt atkvæði gegn eins stj órnarmeðlims. Aðrir fundarmenn sátu hjá, og er varla hægt að lá þeim það, því ég skildi varla sjálfur hvað um var að vera, eftir að stjórnarmeðlim- irnir liöfðu komið upp til að láta sitt álit í ljós. Var tillagan lesin með útskýringum og án, aft- ur og afiur og endaði með því að enginn skyldi neitt í neinu. I sambandi við fyrsta lið sjöundu greinar, er nauðsynlegt að takmarka þá styrki, sem veittir eru úr Framasjóði; hafa þá færri, en jafnframt hærri að fjárupphæð. Um leið verð- ur að fyrirbyggja það, að prentarar geti labb- að sér inn á skrifstofu H.I.P. og fengið þar 1600 krónur, til þess að fara í sumarfrí til Mallorka eða Kaupmannahafnar, eins og vilj- að hefur brenna við. Setja þarf reglugerð um það, að til þess að fá féstyrk úr sjóðnum, verði menn að koma með sannanir (eða gögn) fyrir því, að þeir séu að fara út til að forfram- ast í listinni, ekki til að skemmta sér. Þegar svo er komið er hægt að tala um Frarnasjóð. Áhugaleysi Nú fyrir stuttu barst í tal hjá okkur nokkr- um prenturum, hvort ekki væri unnt að skipu- leggja ferð prentara á Drupa-sýninguna í Dusseldorf í maí/júní. Ég tók að mér að tala við Foftleiðir um leigu á flugvél og nánari skipulagningu á slíkri ferð. Hjá Loftleiðum var mér tjáð að flugvél væri fyrir hendi og þar að auki myndu þeir geta tekið að sér að útvega hótelherbergi og ferðir á sýninguna. Hins vegar fylgdi sá bögg- ull skammrifi, að stéttarfélagið vrði að undir- rita samninginn um ferðina. Það er fljótsagt að það voru hin fyrirskip- uðu afskipti H.Í.P., sem komu í veg fyrir að ferðin væri farin. Ég átti tal við formann fé- lagsins og sagði honum frá þessu og bað hann einnig að félagið auglýsti þessa ferð. Hann kvaðst varla búast við að vandkvæði yrðu á þessu, en kvaðst þó verða að bera þetta undir stjórnarfund og sagðist mundu tala við mig eftir að ákvörðun hefði verið tekin. Þetta skeði seinnipartinn í marz, og þegar þetta er ritað (í maíbyrjun) hef ég ekkert heyrt um ákvörðun stjórnarinnar í máli þessu. Hins vegar kom formaður inn á það á aðal- fundi, að engin ákvörðun hefði verið tekin um málið innan stjórnarinnar þá. Ferðin er hins vegar fyrir bí að fullu og öllu. Finnst mér þessi deyfð stjórnarinnar sann- arlega ekki bera vott um áhuga á menntun og nýjungum, sem fram koma. Það er sannarlega ekki von á góðu hjá hinum almenna félags- manni, er forystan blátt áfram elur á deyfð, á- hugaleysi og sofandahætti með fordæmi sínu. Leiðbeinendur skortir Annað mál er það, sem ég ber töluvert fyrir brjósti, en það er að fengnir verði hingað til iandsins tæknifræðingar eða sérfræðingar í meðferð setningarvéla, prentvéla og annarra þeirra tækja, sem til prentstarfsins þarf, og eins til að kynna nýjungar í umbroti. Sem dæmi um þörfina á þessu má taka vél- 28 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.