Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 13
Á 70 ára afmælishátíðinni var lýst kjöri heiðursfélaga og afhent heiðursfélagaskírteini. Við það tækifæri fórust formanni félagsins orð á þessa leið: Heiðruðu samkomugestir. Á fundi Hins íslenzka prentarafélags 11. febrúar síðastliðinn var samþykkt að leggja svohljóðandi tillögu fyrir aðalfund félagsins: Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags, haldinn 2. apríl 1967, samþykkir að Björn Jónsson og Þorsteinn Halldórsson verði heið- ursfélagar Hins íslenzka prentarafélags. Aðalfundurinn var haldinn sunnudaginn 2. april og var tillaga þessi samþykkt. Degi síðar, eða mánudaginn 3. apríl, barst stjórn Hins íslenzka prentarafélags sú sorgar- fregn, að annar þeirra manna, sem félagið hafði kjörið heiðursfélaga, Björn Jónsson, hefði andast eftir hádegi þann dag, en hann hafði verið veikur um nokkurt skeið. Eg vil nú minnast Björns Jónssonar nokkr- um orðum: Björn Jónsson fæddist að Klifhaga í Axar- firði 21. september 1895, en hóf prentnám hjá Kristjáni H. Jónssyni á ísafirði 1. október 1909. Björn gekk í Hið íslenzka prentarafélag 29. október 1913. Formaður Hins íslenzka prentarafélags var Björn Jónsson í sjö ár, 1926—1933, en baðst þá undan endurkosningu. Þó að þessi ár væru að ýmsu leyti erfið fyrir prentara, tókst Birni Jónssyni farsællega að stýra félaginu og ná fram ýmsum kjarabótum fyrir prentarana, enda var Björn samningamaður góður og sanngjarn, en hélt þó ávallt fast fram rétti stéttarinnar. Vegna hins sviplega andláts Björns Jóns- sonar, mun stjórn Hins íslenzka prentarafélags PRENTARINN síðar afhenda ekkju hans, Onnu Long Einars- dóttur, heiðursfélagaskírteinið til varðveizlu. Ég vil biðja samkomugesti að heiðra minn- ingu hins látna heiðursfélaga með því að rísa úr sætum. Þessu næst bað formaður Þorstein Hall- dórsson og ritara félagsins, Stefán Ögmunds- son, að koma að hljóðnemanum og kynnti formaður Þorstein Halldórsson fyrir sam- komugestum með eftirfarandi orðum: Þorsteinn Halldórsson fæddist að Vörðufelli í Borgarfirði 26. september árið 1900. Hann hóf nám í prentsmiðjunni Gutenberg 15. októ- ber 1915 og lauk þar námi. Hann gekk í Hið íslenzka prentarafélag 8. marz 1921. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Hið íslenzka prentarafélag. Var ritari 1933—- 1936 og ritstjóri Prentarans 1932—1935 og aftur 1940—1942. Þorsteinn hefur um langt skeið borið með sóma nafnið skáld stéttarinnar. Hann hefur ort til félagsins mörg lofkvæði, þar á meðal félagssönginn, ljóð til stofnendanna og á 50 ára afmæli Hins íslenzka prentarafélags orti hann hátíðasöngljóð til félagsins, sem á afmæl- ishátíðinni var flutt af Guðmundi Jónssyni, Samkór Reykjavíkur og söngfélaginu Hörpu, undir stjórn Róberts Abraham. Tónlist samdi Karl Ö. Runólfsson, prentari og tónskáld. Um leið og ég bið ritara Hins íslenzka prentarafélags, Stefán Ögmundsson, að af- henda Þorsteini Halldórssyni heiðursfélaga- skjalið, óska ég honum til hamingju með þennan verðskuldaða heiður. Stefán afhenti Þorsteini Halldórssyni heið- ursfélagaskírteinið og mælti á þessa leið: „Þorsteinn Halldórsson hefur á sjötíu ára af- mæli Hins íslenzka prentarafélags verið kjör- inn heiðursfélagi með réttindum þeim og skyldum, sem lög félagsins kveða á og mæla fyrir um. Ég vil óska þér og félagi okkar til hamingju með þá ákvörðun að gera þig að heiðursfélaga sínum. Ég vona, að þú megir lengi lifa hraust- ur og glaður, þér, þínum og prentarastéttinni til unaðar og farsældar.“ Framh. á bls. 39. 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.