Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 45

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 45
keri Jón Már Þorvaldsson, 1. meðstjómandi Þorsteinn Marelsson, 2. meðstjórnandi Sverrir Kjærnested. Fjórði liður dagskrárinnar var kosning endurskoð- enda. Aðalendurskoðendur voru endurkjörnir þeir Olafur Hannesson og Helgi Hóseasson. Varaendur- skoðendur voru kjörnir Birgir Sigurðsson og Gísli S. Guðjónsson. Fimmti liður dagskrár fundarins var kosning rit- stjóra Prentarans. Endurkjörnir voru Guðmundur K. Eiríksson og Guðjón Sveinbjörnsson. Nefndakosningar var 6. iiður dagskrárinnar. Sigurð- ur Guðgeirsson átti að gar.ga úr Fasteignanefnd að þessu sinni en var endurkjörinn. Fasteignanefnd skipa nú: Guðbjörn Guðmundsson, Pálmi A. Arason, skip- aður af stjórn H. I. P., og Sigurður Guðgeirsson. Ur bókasafnsnefnd áttu að ganga Lúther Jónsson og Sigurdór Sigurdórsson en voru báðir endurkjörnir. Auk þeirra á Stefán Ögmundsson sæti í bókasafns- nefnd. Orlofsheimilisnefnd er kjörin í heild árlega. End- urkjörnir voru Kjartan Ólafsson og Jón Agústsson. Pálmi A. Arason er þriðji rnaður í þeirri nefnd, skip- aður af Fasteignanefnd. Garðstjóri var endurkjörinn Friðrik Ágústsson. Fulltrúi H. I. P. í stjórn Byggingafélagsins Miðdai- ur var endurkjörinn Pétur Stefánsson. I laganefnd voru endurkjörnir Ellert Ag. Magnús- son og Óskar Guðnason. Stjórn félagsins leggur til úr sínum hópi menn til starfa í laganefnd. I skemmtinefnd voru kjörnir: Agúst Björnsson, Guðmundur Óli Ólason, Haukur Már Haraldsson, Jón Otti Jónsson og Óðinn Geirsson. Sjöundi liður dagskrárinnar var skipting félags- gjalds milli sjóða. Um áramót hafði komið til fram- kvæmda sú ákvörðun aðalfundar 1966 að félagsgjald yrði hverju sinni sem næst 3% af lágmarkslaunum. Við það hækkaði vikugjald hvers félaga úr 70 kr. í 80 kr. Var lagt til að hækkunin rynni til félagssjóðs. Skipting vikugjaldsins á sjóðina er því þessi: Framasjóður ............ kr. 2,00 Félagssjóður ..............— 55,00 Styrktarsjóður ............— 16,00 Tryggingarsjóður ..........— 5,00 Fasteignasjóður .......... — 2,00 Samtals kr. 80,00 Attundi liður dagskrárinnar var heiðursfélagakjör. Fyrir lá tillaga frá stjóm félagsins um að Björn Jóns- son og Þorsteinn Halldórsson yrðu gerðir að heið- ursfélögum, samkv. 44. gr. félagslaga. Eins og 44. gl. ursfélögum, samkv. 44. gr. félagslaga. Eins og 44. gr. hljóði. Annars staðar í blaðinu er gerð nánari grein fyrir heiðursfélagakjörinu og afhendingu heiðursfé- lagaskírteina. Níundi og síðasti liður dagskrárinnar var önnur Fáimi A. Arason greiðir atkvœði við stjórnarkjör 1967, sem jram fór í Félagsheimili H.l.P. dagana 24. —26. jebrúar. Var það í jyrsta sinn sem meðlimum jélagsins var stejnt til einnar kjördeildar í Reykjavík. Aður hajði stjórnarkjör farið þannig jram, að at- kvœðaseðlar voru sendir á vinnustaðina og bárust þaðan í lokuðu umslagi. mái. Undir þeim lið var samþ. að veita Málfundafé- lagi Iðnnema 1.500,0 kr. styrk til starfsemi sinnar. Margir ræðumenn tóku til máls undir þessum Lo dagskrárinnar og ræddu ýms atriði sem félaginu mættu verða til heilla. Tillaga kom fram um að fela stjórn og laganefnd að athuga og endurskoða reglu- gerð Framasjóðs. Var hún samþykkt. Umræður urðu ail miklar um Framasjóðinn og fóru í þá átt að efla bæri hann. Þá kom fram tillaga sem var samþykkt og fór í þá átt að stjóm félagsins ynni að því að „hingað til lands verði fengnir erlendir sérfræðingar um hin- ar ýmsu hliðar prentfagsins til leiðbeiningar og kennslu, einnig að fá til sýningar kvikmyndir um nýjungar í faginu ef til eru.“ Var dagskrá aðalfundarins þar með lokið. Pjetur Stejánsson. PRENTARINN 41

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.