Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 20
íallast á frekari breytingar og hófst því verk- fall hinn 23. okt. Hinn 25. okt. var enn haldinn félagsfundur; var það samkvæmt ósk nokkurra félagsmanna, sem töldu afgreiðslu fyrri fundar á tilboði at- vinnurekenda óformlega, þar sem „kom ekki til úrskurðar með atkvæðagreiðslu félags- manna samningur sá, sem stjórn félagsins hafði gert við atvinnurekendur“. Eftir miklar umræður á fundinum hinn 25. okt. var sam- komulagið borið undir atkvæði og fellt. Fyrir milligöngu sáttasemjara voru enn hafnar viðræður á milli samningsaðila. Náð- ist að lokum samkomulag, sem borið var und- ir félagsfund og samþykkt 3. nóvember. Var þar ákveðið að liinn nýi launaflokkur skyldi taka gildi eflir 1 árs starj og bœtast 3% á grunnlaun. Einnig skyldi sá launaflokkur ná til fullnuma kvenna. Þá skyldi kaup jyrir bluða- og vaktavinnu breytast þannig, að það sem áður var 5% fyrir almenna vaktavinnu og í fyrra samkomulagi 8% verða 12%. Fyrir lúaðavinnu átti það sem áður var 12% og sam- kvæmt fyrra samkomulagi 15% að verða 18% á grunnlaun. Allt kaup skyldi luekka um 3,6%. Sumarleyfi yrði 21 dagur í stað 18 og 24 dag- ar eflir 15 ára starf í stað 21 dags eftir 21 árs starf áður. A alla aukavinnu skyldi greitt 7% orlofsfé í stað 6%. Engin stytting vinnu- vikunnar fékkst að þessu sinni. 1965 A félagsfundi 25. ágúst 1965 voru samþykktar tillögur til breytinga á samningi H.I.P. og F.I.P. Veigamestu kröfurnar voru stytting vinnuvikunnar þannig, að mánuðina okt., nóv. og des. yrðu aðeins unnir 4 tímar á laugardög- um í stað 8 og mánuðina apríl, maí og sept. yrði 5 daga vinnuvika auk 3ja, sem fyrir voru (júní, júlí, ágúst). Þá var farið fram á 15% kauphækkun ó allt grunnkaup auk endurskoð- unar ákvæða um starfsaldurshækkanir, sér- staka hækkun á kaupi nema, auk fleiri leiðrétt- inga. Við undirbúning samninganna og gerð voru full samráð og samstarf með bókagerðarfélög- 16 unum. Að loknum sex samningafundum með atvinnurekendum bókiðnaðarins var gert sam- komulag, er samþykkt var á félagsfundi 30. september 1965. Árangur samninganna var: Allt kaup hœkkaði eftir starfsaldri frá 6%-—- 15%. Stytling vinnuvikunnar var ákveðin þannig að mánuðina október, nóvember og desember er nú unnið til hádegis á laugardög- um. Þar með er lokið 48 stunda vinnuviku hjá prenturum. Krafan um hœkkun nemenda- kaupsins fékkst eins og H.I.P. hafði sett hana fram: 1. ár 45% af samningskaupi handsetj- ara, 2. ár 55%, 3. ár 65%, 4 ár 75%. Sú lag- fœring var gerð á ákvœðinu um veikindadaga að í stað 12 daga komi 14 og andvirði ónot- aðra veikindadaga greiðist til H.I.P., er síðar greiðir það til meðlima sinna eftir reglum, sem félagið setur. Þá var gerð sú breyting varðandi neyzlu hádegisverðar á vinnustað, að nú rœð- ur einfaldur meirililuti atkvœða starfsfólks fyr- irkomulagi, áður þurfti „einróma vilja“ til á- kvörðunar um að neyta hádegisverðar á vinnustað. 1966 I júnímánuði 1966 höfðu félög Verkamanna- sambandsins og fleiri gert svokallað bróða- birgðasamkomulag við atvinnurekendur, sem gilda átti til 1. okt. s. á. Samkomulag þetta færði félögunum nokkra kauphækkun og til- færslur á töxtum, auk 0,25% í orlofsheimila- sjóð. Samkomulag þetta vakti nokkra furðu, Árið 1965 lauk 48 stunda vinnuviku hjó prenturum, er samið var um að hætta vinnu kl. 12 ó laugardögum mónuðina október, nóvember og desember. Þá urðu veikindadagar 14 í stað 12 og andvirði ónotaðra veikindadaga greiddir til H.Í.P. PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.