Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 41

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 41
föllum kreppu-holskeflunnar, en ná þó jafn- framt hagsbótum félagsmönnum til handa. Hjálpaði þar mikið hve Björn var samninga- lipur og sanngjarn um flesta hluti. Engu að síður hélt Björn þó jafnan fast á málefnum fé- lagsins og þokaði þeim með lagni í rétta átt. Oft kom það fyrir að samningar virtust alveg vera að fara í strand. Þá var gripið til þess ráðs, að samningsliprustu mennirnir frá báð- um aðilum — einn frá hvorum — voru valdir til að gera út um ágreiningsatriöin. Skyldi það samþykkt hjá báðum aðilum er þeir komu sér saman um. Til þessara lokaátaka völdust þeir að jafnaöi Björn Jónsson og Guðbjörn Guð- mundsson, enda höfðu þeir báðir þá kosti til að bera að vera sanngjarnir, en halda þó öðr- um þræði fast á málstað sínum. Björn var fulltrúi prentara í sendinefnd þeirri frá verkalýðsfélögunum er fór til Rúss- lands vorið 1933. I þeirri för kynntist hann kjörum rússneskra prentara, einkum í Moskvu, og hefur hann ritaö fróðlega grein um það efni í Prentarann (XIII. ár. 2.—3. tbl.). Björn kvæntist 17. desember 1922 Onnu Einarsdóttur Long. Ekki varð þeim barna auð- ið, en þrjú kjörbörn hafa þau eignazt. Fyrst tóku þau systkini, dreng og stúlku. Drengurinn dó 17 ára gamalþen stúlkan giftisttil Ameríku. Dóttir hennar, ung, var um 8 ára skeið hjá þeim Onnu og Birni. Þá hélt hún vestur um haf til móður sinnar, en heim kom hún aftur síðar og j>á með 4 mánaða dóttur með sér. Su litla hnáta var augasteinn þeirra Onnu og Björns. Sem dæmi þess hve vel Birni líkaði við þá litlu, má geta þess, að hann hafði það eitt sinn á orði, að hann hefði ekki hlegið jafn- mikið í 10 ár, sem hann hefði gert, eftir að sú litla bættist í heimiliö. Þriðja kjörbarn jteirra var drengur sem nú er 24 ára gamall. Því mið- ur hefur hann verið heilsutæpur nú um eins árs skeið. Ég vil enda þessar línur með því að þakka Birni prýðilegt samstarf bæði í Isafold og Acta. Ég og kona mín vottum eftirlifandi ekkju hans og öðrum aðstandendum innilega sam- úð. Jón Þórðarson. Ólaffur Hallbiörnsson Ölafur Hallbjörnsson, prentari, varð bráð- kvaddur að morgni 31. des. s.l. Hann var jarð- sunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. jan. Olafur Hallbjörnsson var fæddur 14. marz 1923 á Seyðisfirði, sonur hjónanna Hallbjörns Þórarinssonar, trésmiðs, og Halldóru Sigur- jónsdóttur. — Ólafur hóf prentnám í Félags- prentsmiðjunni og lauk því 12. sept. 1943. Leiðir okkar Olafs Hallbjörnssonar lágu fyrst saman í prentsmiðju Tímans og þar störf- uðum við hlið við hlið í nokkur ár, þar til hann flutti með fjölskyldu sína norður til Ak- ureyrar og hóf störf við Prentsmiðju Björns Jónssonar, Jrar sem hann starfaði til æviloka. A þessum samstarfsárum kynntist ég Ólafi vel — viðhorfi hans til lífsins, manna og málefna. Ólafur var skapmikill maður og hreinskilinn og lá ekki á skoðunum sínum. Við slíka menn er gott að eiga samskipti. Ekki hafði Ólafur starfað lengi meðal okk- ar, þegar í ljós kornu hinir góðu eiginleikar hans sem vélsetjara. Fór þar saman dugnaður, hraði og vandvirkni. En það, sem mér er minnisstæðast í sambandi við starf hans, var, hversu einstaklega laginn hann var að um- gangast vélar, og kom það oft að góðum not- um í daglegu starfi. í hugum okkar, sem störfuöum með Ólafi Hallbjörnssyni þessi ár í prentsmiðju Tímans, lifir minningin um hjálpfúsan félaga og góðan dreng. Oðinn Rögnvaldsson. PRENTARINN 37

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.