Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 16
upp gildandi samningi. Kröfur þær, er sam- þykktar voru á félagsfundi 18. maí voru 15% hækkun á kaupi, 44 stunda vinnuvika mán- uðina janúar, febrúar, október, nóvember, desember; breyting á ákvæði um geymslu veikindadaga og að meirihluti starfsfólks réði því að neyzla hádegisverðar á vinnustað yrði upp tekin. Prentsmiðjueigendur böfnuðu þessum kröf- um og vísuðu deilunni til sáttasemjara. Stjórn H. I. P. ræddi ýmsar leiðir til samkomu- lags án beinnar kauphækkunar, m. a. um stofnun lífeyrissjóðs. Eftir þrjá sáttafundi kom fram munnlegt tilboð frá prentsmiðjueig- endum, þar sem þeir kváðust vilja fallast á stofnun lífeyrissjóðs, breytingarákvæði um geymslu veikindadaga og að janúar og febrú- ar yrðu laugardagar unnir „hálfir“, þ. e. a. s. með því móti að dagvinnutímabili lyki kl. 13 í stað kl. 12 á bádegi og kvöldtímabili kl. 18 í stað kl. 17. Stjórnin tjáði prentsmiðjueigend- um, að hún gæti ekki fallizt á tilboðið sem samningsgrundvöll. A félagsfundi var tilboðið fellt. Tillaga kom fram um að ganga að tveim fyrstu liðum tilboðsins, en fella burt ákvæðið um laugardagsfríin. Sú lillaga var einnig felld. Samþykkt var að kjósa 5 manna samninga- nefnd til aðstoðar stjórninni. Var enn bald- inn sáttafundur, sem lyktaði án árangurs og var lýst yfir verkfalli á morgunfundi í félaginu hinn 1. júní. Árið 1959 var samið um lífeyrissjóð fyrir prentarastéttina. Um síðustu áramót nam líleyrissjóðurinn 20 millj. kr. Lán frá upphafi hafa numið kr. 19.384.000,00. Hinn 8. júní var enn boðaður sáttafundur og undirritað samkomulag af stjórn og samn- inganefndarmönnum, öllum nema einum. Var það síðan borið undir félagsfund 9. júní og samþykkt með 109 atkv. gegn 57. Arangur af þessum samningum og 8 daga verkfalli varð stojnun lífeyrissjóðs prentara, þar sem þeir greiða 4% en atvinnurekendur 6% af kaupi til sjóðsins, nokkur lagfœring á geymsluákvœði veikindadaga og 44 stunda vinnuvika í febrúarmánuði. Síðar samþykkti prentarafélagið reglugerð, sem veitti atvinnu- rekendum rétt til að stjórna sjóðnum að hálfu á móli prenturum ásamt oddamanni. 1960—1961 Á félagsfundi liinn 24. apríl 1960 var einróma samþykkt að segja upp samningum við at- vinnurekendur. Engin stéttarfélög böfðu þá mótað kröfur sínar og var sú leið farin af H.I.P. eins og öðrum, að vinna eftir gamla samningnum, þ. e. að liafa lausa samninga eins og það er kallað, og var um það baft sam- komulag við prentsmiðjueigendur. Við það sat svo þar til á félagsfundi þann 12. febrúar 1961, að stjórn félagsins var falið að hefja undir- búning að nýjum samningi. Á félagsfundi 7. maí voru samþ. tillögur til breytinga á samn- ingnum og á félagsfundi 5. júlí var staðfest samkomulag, sem náðst hafði milli stjórna H.I.P. og F.I.P. um breytingar á samningi, og voru þessar helztar: Sumarleyfi þeirra, er starfað haja 21 ár í iðninni skyldi vera 21 dag- ur (var áður 21 dagur eftir 25 ára starf í iðn- inni). Grunnkaup hœkkaði almennt um 13% og kaup kvenna og nemenda nokkru meira, einnig kaup dagblaðasetjara og annarra vakta- vinnumanna. Þá fékkst nemakaupið í fyrsta sinn bundið í ákveðna prósentutölu aj kaupi sveina. Aukavinna greiðist öll með 100% álagi. 1962 Á félagsfundi 29. apríl er samkv. íillögu stj órnarinnar samþykkt að fresta uppsögn samninga um sinn. Þann 15. júlí samþykkti félagsfundur að segja upp samningum frá og 12 prentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.