Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 22
í horfinu hvað kaupmátt launanna snertir gagnvart síhœkkandi verðlagi. Arið 1959 eru launin beinlínis lækkuð með lögíim og árið eftir eru hin gömlu réttindi, sem H.I.P. fyrst allra verkalýðsfélaga aflaði, að kaup væri mið- að við vísitölu verðlags, afnumin með öllu. Samningabaráttan hefur því miðazt við það jöfnum höndum, að endurheimta það sem tap- azt hafði og hamla gegn afleiðingum verð- hækkananna. Enn þarf langt að sækja, að leið- rétting fáist á því sem raskazt hefur hvað launakjör snertir, og víðs fjarri að unnt sé að láta dagvinnutekjur hrökkva fyrir lífsnauð- synjum. Bilið hefur verið brúað á tvennan hátt: með nokkrum yfirgreiðslum, sem at- vinnurekendur hafa látið af hendi rakna til þess að halda mannskapnum, og meiri vfir- vinnu en nokkurt hóf er á, sízt þeirri stétt, sem á öllum félagsferli sínum hefur barizt fyrir styttum vinnutíma og menningarlegum skilvrð- um til að njóta frístundanna. Annað einkenni þessara tíu ára má telja sí- vaxandi afskipli ríkisvaldsins af kjarasamning- um og samstöðu þess með atvinnurekendum gegn kröfum verkafólks um nauðsynlegar launabætur. Þróast hefur einnig til þeirrar áttar að knýja verkalýðsfélögin í æ ríkara mæli til heildarsamninga, sem bersýnilega hafa í sér fólgna þá hættu, að rýra frelsi og sjálfs- ákvörðunarrétt hinna smærri félaga og félags- hópa og þurrka út þau sérstöku viðhorf, sem félög einstakra atvinnugreina eðlilega hafa vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Þessi þróun öll hefur mætt allmjög á H.Í.P., sem æ oftar hefur verið stöðvað á leið frjálsra sanin- inga við atvinnurekendur. Enda þótt tímabil það, sem hér um ræðir hafi reynzt mótviðrasamt í launabaráttunni og kostað félagið samtals 45 verkfallsdaga, hefur mikill árangur orðið á öðrum sviðum kjara- baráttunnar. Þar hefur félagið lagzt á með vaxandi þunga eins og eftirfarandi yfirlit sýn- ir: Stytting vinnuvikunnar: Laugardagar liálf- ir: 1957 í marz; 1959 í febrúar; 1962 í jan- úar; 1965 í október, nóvember, desember; 1966 40 stunda vinnuvika í lok árs 1971. Sumarleyji: 1961 verður sumarleyfi þeirra, sem starfað hafa 21 ár 21 dagur (áður eftir 25 ára starf). 1964 lengist sumarleyfi til sam- ræmis við nýgerða samninga annara félaga í 21 dag fyrir alla og 24 daga fyrir þá, sem unn- ið hafa 15 ár að prentstörfum. Veikindadagar: 1965 fjölgar veikindadög- um úr 12 í 14 og andvirði ónotaðra daga greiðist til H.Í.P. Líjeyrissjóður: 1959 var samið um lifeyris- sjóð í stað hækkunar á launum, þar sem at- vinnurekendur greiða 6% af kaupi starfs- manna sinna. GreiSsla fyrir aukavinnu: 1961 er samið um 100% álag á alla yfirvinnu; 1962 næst samkomulag um 6% á alla aukavinnu; 1963 er samið um að miða útreikning aukavinnu við 44 stunda vinnuviku; 1964 hækkar orlofs- prósentan á aukavinnu í 7%. Laun nemenda: 1961 er nemendakaupið í fyrsta sinn bundið við hlutfall af kaupi sveina. 1965 fæst hlutfall nemenda bætt verulega. Auk ofangreindra kjarabóta, sem unnizt hafa á síðustu 10 árum, hafa ýmsar smærri lagfæringar á samningum átt sér stað. En meginhluti þess afla, sem hér hefur verið dreginn á land, verður því aðeins nýttur að takast megi að skipa svo launamálum stéttar- innar að dagvinnan ein nægi henni til menn- ingarlífs. Stefán Ogmundsson. 13 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.