Litli Bergþór - 01.04.1991, Síða 6
Ég er Ijósastaur,
langur og mjór,
með krómmálningu.
Það kviknar á mér
þegar myrkur skellur á.
Til þess þarf rafmagn.
Benedikt Ólafsson, 10. bekk.
Ég er banki,
ég skrái gengið.
Dollar, króna, pund og franki!
Er þetta allt löglega fengið?
Jóhann Haukur Björnsson, 9. bekk.
Ég er gullfiskabúr
með gula beinagrind á
botninum.
Ég er gullfiskabúr
sem eWci hefur verið hreinsað
Í78 daga
og gullfiskarnir Sigtryggur og
Sveinn
fljóta á yfirborðinu og eru
með niðurgang.
Niðurgang af of miklu
Comflakes áti.
Og þess vegna er ég óhreinsað
og þess vegna hefur enginn
viljað þrífa mig
í 78 daga.
Jóhannes A. Ragnarsson, 10. bekk.
Ég er tré.
Ég er hátt
og hef laufblöð.
A sumrin eru þau græn,
en á haustin fölna þau
og falla til jarðar.
Ég er tré.
Óskaplega venjulegt tré.
Jónína Kristjánsdóttir, 9. bekk.
noinH22vev
iápis
REYKHOLTSSKÖLASKÁLD
Jötunssaga.
Einu sinni fyrir löngu bjó jötunn einn í helli. Áður fyrr hafði
hann unað sér vel í hellinum, en nú var svo komið að honum var
ekki farið að líka vistin lengur, því mannabyggðir voru komnar
helst til nálægt að hans áliti.
Morgun einn vaknaði hann upp við háreysti mikla og sá er hann
opnaði augun að þrír menn stóðu við rúmstokkinn hjá honum.
Hann spurði þá hvað þeir væru að gera þama eins og eflaust
margir hefðu gert. Svömðu mennimir því til að þeir og
sveitungar þeirra hygðust grafa göng þama í gegnum fjallið því
að það hamlaði samgöngum á milli héraðanna. Ennfremur sögðu
þeir að fjallið væri svo hátt og hrikalegt að það skyggði á himin í
50 kílómetra fjarlægð (hvaða fjall skyldi það nú vera?). Reis þá
jötuninn upp úr rekkju sinni og hann líktist engum engli þá
stundina. Hóf hann upp raust sína og söng þetta sem á eftir
kemur.
Grafið göng
gjaman löng,
en ekki hér,
alveg sama hvað hinum megin er.
Ekki veit ég með hvaða lagi hann söng þetta, en eflaust gæti
einhver tónlistarmaður fundið það út. Fóm mennimir þá í burtu
og ekki þarf að tíunda frekar að mikill fjaldskapur ríkti á milli
jötunsins og safnaðarins í sveitinni eftir þetta.
llaukur Harðarson, 10. bekk.
Litli - Bergþór 6