Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 12
Skyggnst um á Kjalvegi..frh. Safnið rennur yfir Hvítárbrúna sem byggð var 1935. fara og eru stundum ógreiðfær, geta orðið ófær í rigningum. Þau heita Sniðbjargagil og lllagil. Nefna má Hallspytt, þar er nokkurt graslendi. Tæpistígur heitir þar sem farið er nálægt Hvítá á brekkubrún. Við Lambafellskvísl var lengi leitarmannakofi. Lambafellsver tekur við norðan við Lambafellskvísl og svo Lambafellið, sem hefur verið minnst á. Austast í Fremstaverinu er gamall leitarmannakofi, sá eini sinnar tegundar á Biskupstunguanafrétti. Hann er búinn að hýsa marga um dagana enda vel staðsettur, hagar fyrir hesta, góð skjól og auðvelt að finna hann þótt dimmviðri sé með því að fylgja Hvítánni. Fleiri slíkir kofar voru á afréttinum en eru allir fallnir nema þessi eini. Einnig eru hér leifar af fjárrétt, sem var notuð í vorsmalamennskum við að rýja og marka. Þá fóru menn af efstu bæjum í Eystri-Tungu norður að Hvítá, smöluðu niður í Fremstaver og ráku féð þar saman. Síðan var svæðið fyrir sunnan smalað suður að Hólum og réttað þar. Það er komið kvöld og ekki annað að gera en koma sér í bílinn. Við förum yfir Grjótá á vaði. Hún er vatnslítil núna en getur stundum verið illfær fyrir litla bíla ef mikið rignir. Við förum hér yfir margar smá bergvatnskvíslar, stutt að runnar, sumar koma jafnvel upp úr hjólförunum í veginum.Þetta heita einu nafni Brunnalækir. Hér er gott drykkjarvatn, kannski það besta í heimi. Hér er há melbrún á hægri hönd. Uppí hana gengur nokkur slakki á einum stað, og hefur þar verið allnokkur jarðvegur. Til þess benda háar torfur, sem eftir standa, en eru sífellt að eyðast af vatni og vindum. Þarna eru lítilsháttar leifar af birki og gamlar kolagrafir hafa sést þarna. Undirbúningur er að því að varðveita þann gróður sem þarna er eftir.Trúlega hefur verið þarna talsvert af hvönn. Sá sem punktar þetta niður minnist þess að hafa heyrt talað um Hvannarótargil. Nú ertalað um Rótarmannagil. Áfram er haldið upp úr Brunnalækjum og komið að vegamótum og erum við þá komin á leiðina sem við komum neðan úr byggð. Við höldum henni heim á leið. Úðinn úr Gullfossi bendir okkur á að við séum að nálgast byggð. Kvenfélagskonurnar, sem stjórna ferðinni, tilkynna fólkinu að þær bjóði til kaffidrykkju við Geysi og þar skuli sest að borðum. Rausnarlega er á borð borið, kaffi og meðlæti gerð góð skil. Svo er bara að kveðja og þakka fyrir samveru dagsins og vel heppnaða ferð í von um að eiga sem flestar slíkar ófarnar. Ur Kvenfélagsferð í Biskupstungnaafrétt: Mynd fyrir neðanfrá vinstri: Helga á Gýgjarhóli, Egill í Múla, Tómas og Steinar í Helludal. Áð í Svartárbotnum: Guðmundur á Lindarbrekku, Þórdís á Króki, Erlendur frá Dalsmynni, Kristín og Asbjörn Víðigerði og Eiríkurfrá Miklaholti. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.