Litli Bergþór - 01.06.1993, Side 13

Litli Bergþór - 01.06.1993, Side 13
Frá Lionsklúbbnum Stofndagur: 8.apríl 1984. Fjöldi stofnfélaga: 25. Fundartími: 1. og 3. miðvikudagur kl 21:00. Fundarstaður: Félagsheimilið Aratunga. Stjórn yfirstandandi starfsárs: Formaður: Pétur Skarphéðinsson. Ritari: Guðmundur Ingólfsson. Gjaldkeri: Eyvindur Magnús Jónasson. Félagar eru 15 á starfsárinu. Fjáraflanir: Sala á Ijósaperum og símaskrá Biskupstungna. Verkefni: Uppsetning á brunavarnarkerfi í Félagsheimilinu Aratungu. Uppgræðsluverkefni á Haukadalsheiði verður framhaldið á árinu. Einnig erum við í tilraunaverkefni með Stöð 2, RALA, Landgræðslunni og Skógrækt ríkisins við að hefta uppblástur á afgirtu svæði ( Djúphólar), við Sandá á Biskupstungnaafrétti. Gefinn var eyrnaþrýstimælir til Heilsugæslu- stöðvarinnar í Laugarási í samvinnu við fleiri félög í Laugaráslæknishéraði. Félagsstörf: Fengnir voru fyrirlesarar á nokkra fundi svo sem sr. Jónas Gíslason vígslubiskup í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla. Konukvöld var haldið í Skálholtsskóla. Gestur þess var Ómar Ragnarsson og sýndi hann myndband um uppblástur á hálendi Islands. Heimsóttur var Lionsklúbbur Laugardals. Árleg jólastund með börnum klúbbfélaga var haldin í samkomuhúsi Björns Sigurðssonar í Úthlíð og á eftir fóru feður og börn í Hlíðalaug við miklar vinsældir. Þá var farin skoðunarferð í þakeininga og veggklæðninga- verksmiðjuna Yleiningu sem starfrækt er í Reykholti undir leiðsögn starfsmanna. í sumar verður farin Hey sett í rofabarð í Djúphólum. fjölskylduferð í nýtt þjónustuhús Biskupstungna- hrepps við Svartá á Kili, sem heitir Árbúðir. Stjórn næsta starfsárs: Formaður: Kristján Kristjánsson. Ritari: Jón H. Njarðarsson. Gjaldkeri: Þórarinn Þorfinnsson. Guðmundur Ingólfsson, ritari. Haskvætn nausn Allar nánari upplýsingar og pantanir ^^!ma"9í^675Cr™""l LÍMTRÉ HF FLÚÐUM, HRUNAMANNAHREPPI 801 SELFOSS • SÍMI 98-66750 Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.