Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Félagslíf hér í sveit hefur oft verið umræðuefni fólks og sýnist sitt hverjum eins og von er. Nú virðist starf félaganna vera í jafnvægi því hvorki er kvartað undan of miklu starfi né of litlu. Osjaldan hafa menn haft miklar áhyggjur af að hér störfuðu alltof mörg félög, erfitt væri að sinna þeim og því nauðsynlegt að samræma starf þeirra eða jafnvel að sameina þau. Eg veit ekki hvort staðan nú í félagsmáluin er hin æskilegasta en 1 jóst er að nóg er hægt að aðhafast og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Litli-Bergþór hefur alltaf verið opinn fyrir því að birta greinar og skrif eftir þá sem óska eftir að leggja fram efni í blaðið. í þetta tölublað var óvenju auðvelt að fá efni og ber að þakka það. Vonandi eru það merki um að sveitungar sjá Litla-Bergþór enn frekar sem vettvang til að koma hugsunum sínum minningum eða athöfnum á framfæri. Ritnefndin vill hvetja unga fólkið til að muna eftir blaðinu, Litli-Bergþór er nú einu sinni blað Ungmennafélagsins og því er mikilvægt að fá sem mest og best efni frá kynslóðinni sem tekur við eftir nokkur ár. Sveitarfélagið hefur nú tekið við rekstri skólans. Fjöldi barna í Reykholtsskóla er um 90 en það þýðir að í hverjum árgangi eru að meðaltali 9 börn. Þetta er mjög viðráðanleg stærð og því er tækifæri nú til að gera skólann enn betri en áður. Skólinn þarf að hafa nóg fjármagn og ekkert bendir til að svo verði ekki. En fjármagnið gerir ekkert eitt og sér. Metnaður í námi, skólastarfi og samskiptum barna kennara og foreldra er forsenda fyrir betra skólastarfi. Metnaður kennara og foreldra verður að vera samhljóma. Mikilvægt er að kennarar sjái foreldra sem samherja en ekki andstæðinga og mikilvægt er að foreldrar hafi skilning á því starfi sem kennarinn hefur með höndum. Stærð skólans getur verið kostur en getur einnig verið hamlandi. Þannig er eflaust ekki hægt að bjóða uppá eins marga möguleika og stórir skólar geta en þá er mikilvægt að hafa augun og hugann opinn fyrir þeim möguleikum sem gefast. Fyrir nokkrum árum var engin tónlist í skólanum en nú er þar mikill söngur og tónlistarkennsla. Mikilvægt er að nota þá hæfileika sem eru fyrir hendi hverju sinni hjá starfsliði skólans. Stundum setur leikdeild Ungmennafélagsins upp leikrit og þá er mikilvægt að skólinn sé opinn fyrir að nota þau tækifæri sem þar gefast varðandi framsögn og jafnvel uppsetningu á einhverskonar leikþáttum söng eða öðru. Ungmennafélagið hefur oft haft á sínum snærum þjálfara sem hægt væri að nýta í þágu skólans. Síðast en ekki síst veit ég að í þessu samfélagi býr heill fjársjóður af kunnáttu og færni sem skólinn á að vera opinn fyrir að nýta sér. Menning og saga þessa hrepps er mjög stór hluti af íslandssögunni. Hér eru fleiri skólastofnanir en Reykholtsskóli og hér er ein öflugasta ylærkt á landinu. Ferðaþjónustan eflist stöðugt og er orðin mjög stór hluti af heildaratvinnu sveitarinnar. Verknám er mikið tískuorð og oft lausnarorð og ég fæ ekki betur séð en að hér í sveitinni sé margt af fólk sem býr yfir mikilli verkkunnáttu. Allt þetta á skólinn að nýta sér. D.K. Raflagnir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Viðgerðir Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.