Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 18
Atferli hrossa Höfundur: s Knútur Rafn Armann. Friðheimabóndinn með gœðingsefni. Ekki hefur það verið kannað hversu margir hestar verða ónothæfir vegna sálrænna vandkvæða, en ef marka má kvartanir frá hrossaeigendum er hér um umtalsverðan fjölda að ræða. Þegar rætt er um atferli er ekki átt við góða eða slæma hegðun, heldur viðbrögð skepnunnar við ákveðnum aðstæðum. Hér er um að ræða samband orsaka og afleiðinga og oft eru orsakirnar fleiri en í fljótu bragði virðist. Hversu margir „geðvonskudyntir" skyldu t.d. eiga sér líkamlegar orsakir? Þótt ekki sé um auðugan garð að gresja hvað varðar óyggjandi staðreyndir þá eru samt til um þetta ýmsar vísbendingar og kenningar, sumar hverjar studdar á gildum rökum. (Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, 1985). í þessari ritgerð er fjallað um atferli hrossa. Ég skipti ritgerðinni niður í fjóra kafla, auk inngangs og lokaorða. í fyrsta kaflanum tek ég fyrir hjarðeðli hrossa þar sem gert er grein fyrir þeirra helstu lifnaðarháttum. Næst er tekið fyrir skilningavit hrossa, þeim kafla er skipt niður í sex undirkafla og þar er farið í skilningarvitin fimm og einnig í hið dularfulla sjötta skilningarvit. í þriðja kafla er farið í hugsun og tjáningu hestsins og í þeim síðasta er farið í hvernig maður notfærir sér þessa visku til að skilja hestinn. Hjarðeðli hrossa. Að ýmsu leyti eru sálfræði og atferlisrannsóknir á hrossum líkari abstrakt málverki en hefðbundnum vísindargreinum, sem byggja á mælingum, en þeir eru frekir sjaldgæfir, (Albert Jóhannsson, 1991). Til að glöggva sig betur á eðli hestsins er rétt að skoða aðeins forsögu hans. Sem hjarðdýr hefur hesturinn lifað undir berum himni á sléttum og gresjum. Á sléttunum var útsýnið ekki mikið og oft fátt um góða sjónarhóla, enda þurfti hesturinn ekki að horfa langt til að afla sér fæðu. Hins vegar þurftu hestarnir að vera á stöðugu flakki á milli beitarsvæða og er talið að stundum hafi þeir lagt að baki þúsundir kílómetra árlega og farið líkt og farfuglar um stór landsvæði eftir árstíðum. Þetta er líklega höfuðskýringin á hinni háþróuðu hlaupagetu hestsins. Dýrafræðingar hafa fylgst með lifnaðarháttur villihesta og séð hvernig þeir verjast villidýrum, með því að hópast saman og fullorðnu hrossin slá hring um þau yngri og veikbyggðari. Líkt þessu sjáum við þegar styggð kemur að hrossahóp, þá hlaupa hrossin ekki sitt í hverja áttina heldur hópa sig saman. Einn sterkasti þáttur í fari hestsins er þörf fyrir frelsi og hreyfingu. Eins og fyrr segir hefur hann þróast við að fara langar leiðir í fæðuleit, óhindrað, um miklar víðáttur. Hann hefur þurft að vera ávallt undirbúinn að hlaupa miklar vegalengdir og þurft að þjálfa sjálfan sig upp. Þetta gerir hesturinn enn í ríku mæli, þótt maðurinn hafi mikið breytt lifnaðarháttum hans. Við sjáum leik og hreyfigleði folalda og hestanna allt fram á efri ár. Þegar þeir standa upp þá teygja þeir sig og spenna hvern vöðva. Allt þetta er ósjálfráður undirbúningur og þjálfun fyrir lífsbaráttuna. Einn stór þáttur í fari hestsins er þörfin fyrir félagsskap. Þeir hópa sig í stærri eða smærri hópa (stóð). Innan hvers hóps ríkir ákveðinn virðingarstigi. í stóðinu er eitt hross áhrifamest eða foringinn (t.d. stóðhestur), en hann ver stóðið fyrir aðkomuhrossum. Þess vegna getur oft verið varasamnt að setja ókunnugt hross með samstæðu stóði, einkum ef um er að ræða skapmikil hross, oft hafa hlotist slys eða óhöpp af því (Albert Jóhannsson, 1979). Hver einstakur hestur hefur ákveðna stöðu í krafti röðunar, sem verður vegna ógnunar, eftirgjafar og stundum reglulegra átaka milli hestanna. Þannig verður hestur sem ógnar öðrum hesti með því að sýna honum tennurnar og býst til að ráðast á hann, ofar í virðingastiganum en hinn sem flýr á brott undan honum. En ef, í stað þess að flýja á'brott og gefast upp, hesturinn snýst á móti og hefur betur í átökum við þann sem upphaflega sýndi áreitni þá verður hann þar með ótvírætt virðingameiri. Þeir hestar sem mestrar virðingar njóta fá að bíta besta grasið og hvílast þar sem best er að liggja svo eitthvað sé nefnt, þetta er rétt eins og hjá okkur mannfólkinu. Hestar mynda vináttutengst, bæði við yngri og eldri hesta. Algengt er að sjá tvo vini á beit saman. Þeir Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.