Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 9
djúpan brunn, kaðall var festur við fötu sem var svo
sökkt í vatnið sem var langt niðri. Skolpið varð að bera
út og svo var útikamar. Bærinn var hlýleg baðstofa,
eldhús í endanum og svo lítið herbergi við innganginn. I
þessum bæ vorum við í sex ár og á þessum
tíma átti ég þrjá stráka og átti við liðagigt að
stríða. Hvernig hefði ég komist af án Möggu
minnar, sem alltaf var boðin og búin að
aðstoða bæði úti og inni? Ég held ég hefði
gefist upp.
Eitt var það sem var mikils virði fyrir
okkur Sverri á þessum fyrstu árum í
búskaparbaslinu, en það var að geta komist
bæði að heiman í einu á mannamót. Við
hefðum ekki getað það ef Magga hefði ekki
boðist til að passa börnin á meðan. Ég veit að
það hefur oft verið henni erfitt, en aldrei lét
hún okkur heyra það. Magga var góður
uppalandi. Fyrir utan hvað hún hafði ofanaf
fyrir börnunum, þá kenndi hún þeim flestum
að þekkja stafina og lesa, sumum fannst gott
að láta hana hlýða sér yfir heimaverkefnin.
Magga var mjög trúuð þó hún hefði ekki hátt um
það. Það var eitthvað mikið að ef hún sótti ekki kirkju
þegar messað var og sjalið sitt geymdi hún í
Torfastaðakirkju. Mikið fannst henni til um að vera
boðin sem
heiðursgestur að
vígslu Skálholtskirkju.
Hún hafði brennandi
áhuga á að Skálholt
risi úr þeirri
niðurlægingu sem það
var komið í.
Hún tók þátt í
félagsstörfum bæði í
Ungmennafélaginu og
Kvenfélaginu. Hún
hvatti mig til að ganga
strax í Kvenfélagið og
sá ég ekki eftir því.
Seint hefði ég kynnst
konunum annars.
Hún hafði yndi af
ræktun, sagðist hún
hafa fengið
reyniviðarplöntur árið
1914 sem
Ungmennafélagið var
þá að deila út og sett
þær niður fyrir framan
bæinn. Þrjú þeirra
urðu stærðar tré (5-7
m), margstofna með mikla laufkrónu. Utan um trén girti
hún af svolítinn blett og kom þar upp safni af fjölærum
blómum. Einnig útbjó hún þar vermireit og ól þar upp
kál og rófur o.fl. Þetta var hennar tómstundaiðja.
Margur unglingurinn hafði verið hjá Möggu og Dóra
í lengri og skemmri tíma og sumir beinlínis alist upp hjá
þeim. Margt af þessu fólki hélt tryggð við hana. Hún
fékk mörg bréf og átti fulla kommóðuskúffu af
sendibréfum. Sennilega hefur hún ætlað að ylja sér við
Gamli bœrinn í Hrosshaga. Stóra tréð til hægri.
að lesa þau í ellinni en sjónin bilaði og seinustu árin var
hún hálf blind. Hún bað okkur um að brenna bréfin
þegar hún væri öll, sem við gerðum auðvitað. Oft hef ég
hugsað um þann fróðleik sem þar varð eldi að bráð.
Margrét dóttir mín
sýndi mér bréf sem
hún fékk árið 1988, en
þá var hún að safna
peningum fyrir
vatnsrennibrautinni í
sundlaugina í
Reykholti. Þetta bréf
ber vott um svo mikinn
hlýhug til Möggu og
hennar heimilis að ég
ætla að taka mér það
bessaleyfi að birta það
hér. Ég vona að
bréfritarinn fyrirgefi
mér það.
Nú læt ég lokið
þessari mjög svo
ófullnægjandi lýsingu
á mannkostum
Margrétar
Halldórsdóttur.
Ég þakka
forsjóninni fyrir að
hafa fengið að kynnast
henni og að fjölskylda
mín fékk að njóta
samfylgdar hennar öll þessi ár.
Margrét lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. júní 1968
eftir stutta legu.
Blessuð sé minning hennar.
Bréfið.
Það hefur dregist miklu lengur en ég œtlaði mér að senda
þessar línur og það sem fylgir en það er ávísun að upphœð kr.
10.000.- til styrktar sundlaug íReykholti. En nú sendi égþetta með
þeirri ósk að það megi koma að einhverjum notum, þó ekki sé það
há uppliœð.
Það er svolítið skrýtið og rifja upp gantlar minningar að virða
fyrir sér á pappírnum nafn þeirrar koitu sem þetta bréfer stílað til
svo og bœjarnafnið. Það eru nií rösklega 61 ár síðan ég yfirgaf
Hrosshagaheimilið, eftir að hafa dvalið þar samfleytt í 5 sumur.
Hrosshaga-heimilið varþá ekki háreist tté jörðin stórbýli, á þeirra
tíma mœlikvarða, en þar virtist ekki vanta neitt og þar leið mér
alltaf vel hjá ntjög góðu fólki, enda þótt ég vissi að veraldlegur
aiiður var þar ekki íþá daga. Ettda má segja að drengur tír
Reykjavtk, sem komfrá fátœku heimili, skynjaði ekki sltka hluti.
En hvað um það, þar í Hrosshaga leið mér alltaf vel og allt fólkið
vargott. En það var ekki meining ntín að fara að rifja upp hvernig
fólk lifði þá í einni baðstofu og torfbyggðu búri og eldhúsi en það
sannar aðeitts að það þurfti ekki háreistar hallir svo mönnum líði
vel. En óneitanlega vöktu nófnin tvö, Margrét og Hrosshagi, upp
gantlar minningar. Ég óska þess að þessarar gjafar verði ekki getið
neitt sérstaklega.
Ég sendi Hrosshaga heimilunum mínar bestu óskir unt
gœfuríka framtíð.
Með bestu kveðjum.
Litli - Bergþór 9