Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 19
treysta vináttuböndin með því að kljást og klóra hvor
öðrum með framtönnunum og þá sérstaklega á
þeim stöðum þar sem þeir ná ekki til sjálfir.
Þegar stóðhestur er í stóði er hann
óumdeilanlegur foringi, hann smalar hryssunum
óspart og heldur þeim saman. Mörgum þykja
aðfarir hans kúnstugurar, þegar hann leggur eyrun
aftur og dregur höfuðið niður undir jörð, fýlar grön
og glefsar jafnvel í hryssur sem sýna óþægð og vilja
láta ganga á eftir sér. Stóðhestuinn á sér oft sínar
uppáhalds merar sem hann gætir betur og sýnir
meiri kurteisi en hinum hryssunum, (Guðm. Birkir
Þorkelsson, 1985).
Lykt er afar mikilvæg hrossum, hvert stóð hefur til
dæmis sína lykt. Því hefur oft verið veitt athygli að
hestar heilsast of með því að nugga saman
snoppunum og kljást. Þannig læra þeir að þekkja
lykt hvors annars og tryggja jafnframt að hvorugum
veitist færi á að slá eða bíta hinn. Ef tveir hestar
tortryggja hvorn annan hreyfa þeir sig oft í hringi og
snertast aðeins með snoppunum til að halda hvor
öðrum í hæfilegri fjarlægð. Ef í Ijós kemur að þeir
sætta sig við hvorn annan er næsta skrefið að hvor
um sig þefar aftur eftir endilöngum skrokki hins og
síðan fara þeir að kljást.
(Ingveldur Sveinbjörnsdóttir 1985).
Skilningarvit.
Djúpstæðar eðlishvatir hafa þróast með hestinum
í aldanna rás. Hestar hafa fimm skilningarvit eins
og við mennirnir: sjón, heyrn lyktarskyn, bragðskyn
og snertiskyn. Þau eru bara miklu þroskaðri hjá
hestunum en okkur mönnunum. Auk þess má
nefna sjötta skilningarvitið, þetta dularfulla fyrirbæri
skynjunar sem hestur hefur í ríku mæli, en er svo
fátítt meðal manna. (Elwyn Hartlyn Edvards, 1991).
Sjón: Augu hesta liggja utan í höfðinu, þetta gerir
sjón þeirra allfrábrugða sjón okkar, (Albert
Jóhannsson, 1979). Augu hestsins eru stór miðað
við önnur dýr, svo sem svín og fíla, það bendir á að
hesturinn treystir mjög á sjónina. (Elwyn Hartlyn
Edwards, 1991). Sjóndeildarhringur hestsins er
mun víðari en hjá mönnum, hann sér talsvert aftur
með hliðum sínum og hann þarf ekki að snúa
höfðinu til að sjá allt í krinum sig. Af þeim sökum er
fráleitt að ætla sér að koma óséður aftan að hesti
(Albert Jóhannsson, 1991). Lengi hefur verið átalið
að hesturinn sé nærsýnn, en það er ekki með öllu
rétt. Trúlega sér hann best það sem er nálægt, en
hann getur einnig séð langt frá sér. Augu hestsins
eru Ijósnmæmari en okkar, því ber að varast að
þegar hestur er tekinn út úr dimmu húsi út í mikla
birtu, þá er hesturinn hálf blindur fyrst, það tekur
hann dálítinn tíma að venjast birtunni. En af sömu
ástæðum sér hesturinn betur en við í myrkri.
Hesturinn sér örugglega suma liti en ekki alla.
(Eyjólfur ísólfsson, 1990).
Heyrn: Heyrn hestsins er mun næmari en heyrn
mannsins. Eyrað er hreyfanlegt og getur hesturinn
snúið því í hvaða átt sem er til að geta heyrt betur.
Vegna þess hve hesturinn hefur næma heyrn er
auðvelt að róa hann, hrósa honum, örva hann og
refsa honum með því að nota röddina. (Feldmann/
Rostock, 1986).
Lyktarskyn: Hesturinn hefur mjög næmt
lyktarskyn, hann hefur þörf fyrir að þefa af öllu
ókunnu. Taka verður tillit til þess er farið er yfir
hindranir, læki ofl.( Feldmann/Rostock, 1986).
Hestar þekkja hver annan á lyktinni, enda hefur
Greinarhöfundur lcetur Agnafrá Torfastöðum tölta aflist.
hver hestur sína lykt, sem við greinum ekki, en þeir
hinsvegar. Dæmi eru til þess að stóðhestar hafi
fundið lykt af meri í látum í allt að 70 metra fjarlægð.
(Albert Jóhannsson, 1979). Ratvísi hesta er
alþekkt, og hafa menn látið sér detta það í hug að
lyktarskyn komi þar við sögu. Hestar eru einkum
viðkvæmirfyrir blóðlykt, verða oft t.d. órólegir í
námunda við sláturhús. (Elwyn Hartlyn Edvards,
1991).
Bragðskyn: Lítið er vitað um bragðskyn
hestsins, en Ijóst er að það gegnir mikilvægu
hlutverki. Margir hestar virðast velja beiskar plöntur
í limgerði eða gömlum bithögum. Einnig virðist það
vera svo að hestur séu einnig hrifnir af sætindum,
eins og Bakkelsi, (Elwyn Hartlyn Edwards, 1991).
Snertiskyn: Húð hestsins er mjög næm fyrir
ertingu. Hún bregst við hverri minnstu snertingu.
Fliparnir og skynhárin eru mjög nákvæm skynfæri
og sérstaklega næm við val á fóðri. Því kemur það
sjaldan fyrir að hesta gleypi ómeltanlega hluti eins
og steina eða vírbúta. Mikilvæt er fyrir húð hestsins
að hún verði fyrir áreiti mismunandi veðráttu. Það
örvar blóðrásina og efnaskipti líkamans.
(Feldmann/Rostock, 1986).
Sjötta skilningarvitið: Hestar geta greint hluti
sem menn geta ekki greint. Skráðar heimildir eru
Litli - Bergþór 19