Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir
Hreppsnefndarfundur 10. desember 1996.
Fundargerð hreppsráðs 3. desember 1996.
Samþ. að ákv. liðir úr fundargerðum hreppsnefndar
verði sendar Dagskránni. Þeir liðir verði ákveðnir á
hverjum hreppsnefndarfundi fyrir sig.
Samþykkt var að auglýsa í næstu Tungnatíðindum
eftir aðila til að sjá um útgáfu ritsins.
Fundargerð húsnæðisnefndar 5. des. '96.
Vegna umsóknar Jóhanns B. Guðmundssonar og
Berglindar Sigurðardóttur um kaup á Kistuholti 14b:
Ákveðið að hreppsnefnd mæli með því við
Húsnæðisstofnun að þau fái íbúðina keypta. Oddvita
falið að ganga frá ntálinu. íbúðin Kistuholt 3a var
auglýst til sölu en engin umsókn barst. Samþ. að óska
eftir því að íbúðinni verði breytt í félagslega leiguíbúð.
Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga 5. des. 1996 vegna
útsvarsprósentu '97. Samþ. að útsvar í
Biskupstungnahreppi verði 11,99% af útvarsstofni fyrir .
1997.
Hreppsráðsfundur 14. janúar 1997.
Pétur H. Jónsson arkitekt kom á fundinn og einnig
Sveinn A. Sæland og Bjarni Kristinsson. Fjallað var um
tillögu að aðalskipulagi fyrir Reykholt 1997 - 2017.
Pétur mun vinna skipulagstillögur áfram í framhaldi af
upplýsingum og athugasemdum sem fram koma. Þeir
Sveinn og Pétur viku síðan af fundi.
Rekstrarsamningur og fjárhagsáætlun
skólaskrifstofu 12. des. Þar kemur fram að áætlaður
kostnaður hreppsins fyrir árið 1997 er kr. 869.640,-.
Bréf Félagsmálaráðuneytis 9. jan. urn endurskoðun á
þjónustuframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ásamt
sundurliðuðu yfirliti. Fram kemur að upphæð framlaga
til Biskupstungnahrepps var kr. 2.812.819,-.
Álagning fasteignagjalda:
Nú er miðað við 0,5 % á A-flokk og 1 % á B-flokk af
álagningarstofni. Felld hafa verið niður fasteignagjöld
hjá 67 ára og eldri sem búa einir í eigin íbúð.
Sorpeyðingargjald er kr. 2.000,- á sumarbústað, kr.
3.000,- á íbúð og kr. 5.000,- af atvinnurekstri.
Vatnsskattur af íbúð er 0,2% af álagningarstofni að
hámarki kr. 15.000,- af garðyrkjustöðvum og gripahúsum
0,2% af fasteignamati, að hámarki kr. 15.000,-.
Vatnsskatturinn leggst á þá sem tengst hafa Vatnsveitu
Biskupstungna. Hreppsráð leggur til að þessi gjöld verði
óbreytt á yfirstandandi ári.
Hreppsráðsfundur 15. janúar 1997.
Hugmynd um neyðarlýsingu og björgunaráætlun í
leikskólanum. Kynnt og vísað til leikskólanefndar og
brunavarnanefndar. Bréf Vátryggingafél. íslands íjan.
1997 um neyðarlýsingu og björgunaráætlun í leikskólum.
Kynnt og vísað til leikskólanefndar og
brunavamanefndar. Hreppsráð fagnar þessu. framtaki.
Samningur um innheimtu á leigu fyrir hitaréttindi í
Laugarási. Mælt með að oddviti undirriti samninginn
fyrir hönd hreppsins.
Bréf Þjúðminjasafns íslands 2. jan. 1997.
Spurningaskrá 89 um náttúruminjar. Ákv. að athuga
hvort Arnór Karlsson er tilbúinn að taka málið að sér.
Litli - Bergþór 6 -----------------------
Bréf Tónlistarskóla Árnesinga 10. janúar 1997 um
rekstrarhorfur árið 1997. Hreppnum er skv. yfirliti ætlað
aðgreiðakr. 1.973.914,-.
Bréf Sorpstöðvar Suðurlands 27. des. um
gjaldskrárhækkanir.
Bréf Sorpstöðvar 2. janúar um trjákurlara
stöðvarinnar. 1 tengslum við þetta mál voru rædd
umhverfismál í hreppnum m.a. unt ruslahauga í
Laugarási. Talið nauðsynlegt að hreppsnefnd móti stefnu
um fyrirkomulag þeirra og um umhverfismál almennt í
hreppnum.
Kistuholt 14b og Kistuholt 3a. Gengið hefur verið
frá sölu félagslegu eignarfbúðarinnar Kistuholts 14b til
Jóhanns B. Guðmundssonar og Berglindar
Sigurðardóttur. Þá hefur íbúðin Kistuholt 3a verið leigð
Límtré hf til 6 mánaða. Hún var auglýst tvisvar til leigu
en enginn viðbrögð komu við auglýsingunum.
Tilnefning sveitarfélaganna í viðræðunefnd um
könnun á sameiningu og boðun til fyrsta fundar. Öll
sveitarfélögin hafa tilnefnt menn í nefndina. Þeir eru:
Frá Biskupstungnahreppi: Svavar Sveinsson og Páll M.
Skúlason,
frá Hrunamannahreppi: Loftur Þorsteinsson og Sigurður Ingi
Jóhannsson,
frá Skeiðahreppi: Kjartan Ágústsson og Sveinn Ingvarsson,
frá Grímsneshreppi: Böðvar Pálsson og Kjartan Helgason,
frá Laugardalshreppi: Þórir Þorgeirsson og Elsa Pétursdóttir,
frá Þingvallahreppi: Ragnar Jónsson og Halldór Kristjánsson,
frá Gnúpverjahreppi: Bjarni Einarsson og Hörður Harðarson,
frá Grafningshreppi: Guðmundur Þorvaldsson oddviti,
tilnefndur sem áheyrnarfulltrúi í nefndinni.
Ákveðið að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í
Aratungu föstudaginn 31. janúar kl. 14.00.
Hreppsnefndarfundur 21.jan. 1997.
Skipulag sumarhúsa á Felli. Mættir voru fulltrúar
eigenda Fells til að ræða skipulag á jörðinni. Lagður
hefur verið fram skipulagsuppdráttur af sumarhúsalóðum
á jörðinni. Lóðirnar eru 108, 40 fyrir ofan þjóðveg og 68
fyrir neðan. Lagt er til að samþ. verði lóðimar á neðra
svæðinu. við Hlíðarholt og Háholt og 15 lóðir við
Skógarás og Bæjarás á efra svæðinu.
Fundargerð Hreppsráðs frá 14. janúar 1997.
Páll Skúlason leggur til að skipulögð verði hreinsun á
rotþróm að forgöngu hreppsins. Samþykkt.
Fundargerð Hreppsráðs 15. janúar 1997.
Rætt um umhvertlsmál og fyrirkomulag sorpmála í
sveitinni. Því er beint til umhverfisnefndar að hún vinni
að skipulagi sorphauga í Laugarási og finni sorphaugum
nærri Reykholti stað.
„Hreppsnefnd tekur undir bókun SASS vegna
neikvæðrar fjölmiðlaumræðu um umhverfis- og
heilbrigðismál á Suðurlandi."
Bréf Foreldrafélags Álfaborgar 12. janúar 1997.
Stjóm foreldrafélagsins þakkar fyrir stuðning við
tónlistarkennslu og óskar eftir honum áfram fram á vor.
Hreppsnefnd samþykkir það. Einnig lýsir stjórnin
áhyggjum af salemismálum í skólanum. Hreppsnefnd
leggur til að salernisaðstaða verði aukin á neðri hæð og
innra starfs skólans taki mið af því.