Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 11
’kennslunnar? Hvernig á að kenna? Hvað er góður kennari? Eg tel leikmenn alls óhæfa til að meta á hlutlægan hátt það starf sem fer fram innan veggja skólastofunnar. Þessvegna þarf samstarf þeirra sent hafa með skólamálin að byggjast á ákveðnu trausti. Akveðið hefur verið að beita í auknum mæli samræmdum prófum til að skólar eigi auðveldara með að meta stöðu sína miðað við aðra skóla. þar sem mjög fáir eru í árgangi er slíkt mat þó rnjög ónákvæmt og verður að taka með fyrirvara. Þá er ég kominn að því, sem ég hef talið vera galla á flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna, sérstaklega þeirra smærri. Skólastarf er mjög viðkvæmt og vandmeðfarið. Starfið í skólastofunni er mjög sérstakt. það snýst ekki nema að hluta til um miðlun þekkingar til nemendanna. Það snýst ekki síður um samskipti fólks, að læra að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum þess, að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Þegar kennarar eru með þessum flutningi komnir í meira návígi við okkur, með því að við greiðum þeim laun, og að við þurfum sjálf að taka á þeim vandamálum sem upp koma innan skólans, eykst stórum þörfin fyrir skilning foreldra og sveitarstjórnarmanna á kennarastarfinu. Allir þekkja þá mynd sem hefur verið dregin upp af kennurum sem kröfugerðahóp sem fær launahækkanir langt umfram aðra, sem „stunda venjuleg störf og fá ekki nema einn mánuð á ári í, eða bara hreint ekkert sumarfn“. Fordómum þarf að eyða. Þeir eru jafn forkastanlegir gagnvart skólastarfi og þeir eru á öðrum sviðum mannlífsins. Við getum verið sammála um að það eru til þeir kennarar sem eiga ekki að stunda kennslu alveg á sama hátt.og það eru til bændur sem eiga ekki að stunda búskap, eða læknar sem eiga ekki að koma nálægt lækningum. Fagmenntun og starfsréttindi segja oft ekki nema hálfa söguna urn færni fólks til að stunda störf sín. Meðfæddir hæfileikar fólks skipta engu minna rnáli. Við eigurn að gagnrýna starfsfólk sveitarfélagsins sé ástæða til, en við eigum ekki síður að styðja það og hvetja það til dáða. Foreldrar. Foreldrar er sá hópur fólks sem hlýtur að hafa mikið að segja um málefni grunnskólans. Þátttaka þeiira í því starfi sem fer fram á vegum skólans er mikilvæg upp að vissu rnarki og nreð réttum formerkjum. Við, sem eigum börn, erum eðlilega ekki í minnsta vafa um, að þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Við tökum öll áföll þeirra nærri okkur og leitumst við að réttlæta það fyrir sjálfum okkur og öðrum að aðrir eins englar hafi aldrei nokkurn tíma fæðst. Okkur hættir til að leita fyrst sektar hjá einhverjum öðrum en okkur sjálfum og börnum okkar, þegar ekki gengur allt sem skyldi í skólanáminu, en við megum ekki misskilja hlutverk okkar sem uppalenda. Það er hlutverk okkar ekki síður en skólans, að leitast við að gera úr bömunum okkar nýta þegna þjóðfélagsins sem við búum í. Þetta er þjóðfélag samkeppni, örrar tæknivæðingar og hraða. Stór þáttur í uppeldi barnanna hlýtur að taka mið af þessu. Þau verða að læra almennar umgengnisreglur, ekki bara í skóla og á heimilum. Þau þurfa að geta látið sér lynda við margskonar manngerðir í lífinu. Þau þurfa að læra að standa á eigin fótum, að taka ábyrgð á gerðum sínum, að takast á við mótlæti, að sætta sig við að fá ekki allt sem þau vilja, að vera hreinskiptin í samskiptum við aðra, að mamma eða pabbi verða ekki alltaf til staðar þegar illa gengur. Þau þurfa að vera samkeppnisfær á einhverju sviði þjóðlífsins. Þau þurfa að gera sér grein fyrir mikilvægi menntunarinnar. Þau þurfa að læra þær reglur, sem þjóðfélagið byggist á og að láta sig málefni þess varða. Það er svo ótal margt sem börnin okkar þurfa að læra. Það sem ég nefndi hér að ofan er aðeins brotabrot af því öllu. Meginhlutverk okkar foreldranna er ekki að mynda vamarmúr utan urn börnin, heldur miklu frekar að kenna þeim aðferðir til að takast á við lífið í sínum fjölbreyttu myndum. Gölluð skólastefna. Grunnskólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að fara allt of mjúkum höndurn um börnin. Þau komi út á vinnumarkað eða í framhaldsskóla illa undirbúin til að standast það álag sem þar mætir þeim. Eg get að mörgu leyti tekið undir þessa gagnrýni. Tíu ára skólaganga, þar sem börnin læra m.a. að það skiptir ekki máli hversu mikið eða lítið þau leggja á sig. Þeim er í engu verðlaunað fyrir að standa sig vel og þeim er ekki refsað fyrir að standa sig illa. Skólastefna, sem fylgt hefur verið undanfarin ár á að forðast það sem heitan eldinn að gera upp á milli bama. Þau þurfa að jafnaði Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.