Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 23
vatninu. Engin brú var þá komin á Hvítá og féð því rekið til sunds yfir hana. Það gekk oft misjafanlega og oftast fórst eitthvað við þær aðfarir. Ferjubátar voru við Hvítá skammt frá upptökum. Vaðið þar semféð var rekið yfir. ána er um það bil í miðri mynd, en það sést í steina yfir ána. ána sinn hvoru megin. Féð var orðið rólegt af löngum rekstri, en svo giftusamlega vildi til að það lagði nær fyrirhafnarlaust í ána og komst allur flotinn yfir utan ein kind sem kafnaði þegar í land var komið. Það þótti vel sloppið. Sæluhús var þá komið í Hvítárnesi og þangað var farið að fá sér nestisbita, sem var þá nær þrotið. Þegar féð kom upp úr ánni dreifðist það fljótt, en ekki var reynt að lemba, sem ekki hefði verið við ráðið, og jafnvel ekki ástæða til, þar sem nær allt var einlembt eða 12 tvílembur í öllum hópnum. Nú hafði verið vakað síðan heiman var farið og menn því orðnir svefnþurfi. En ekki var það venja í Tungum þá að leggja sig þó að hægt hafi verið, auk þess hafði nú létt til í lofti og kominn þurrkur, svo að von var að bændurnir færu að ókyrrast að komast heim, þar sem töður lágu flatar á túnum eftir óþurrkinn. Það varð því ekki löng viðdvöl í Hvítámesi en heldur hraðað sér á stað heim á leið. Hestarnir sundlagðir í ánni og síðan riðið áfram greitt. Ingvar bóndi í Halakoti tók fljótt forystuna og geystist á undan svo að við hinir sáum ekkert eftir af honum fyrr en við riðum fram á hann í áningarstað, og svona gekk það koll af kolli alla leiðina. Að sjálfsögðu fór svefninn að sækja á mig. En ekki dugði annað en herða sig. En það er af Steingrána, reiðskjótanum að segja að mér fell hann vel á heimleiðinni, hann var þolinn þótt ekki sýndist fara hart og enginn hestur í taumi. Það getur jafnvel verið betra að vera einhesta en hafa annan kargan í taumi eins og Jón í Miklaholti. Ekki fara fleiri sögur af þessari ferð fyrr en við komum til fyrsta bæjar, Gýgjarhóli, þar sem fram var borið skyr og rjómi en allir voru sofnaðir samstundis í sætum sínum. Og lýkur hér frásögninni. Hún var ný reynsla en þó þannig að mig langaði ekki í aðra slíka. Þegar heim kom, hafði verið hirt nokkuð af töðunni, kominn nýr kaupamaður í viðbót en þurrkurinn þar með búinn. Næstu tvær vikurnar voru rigningar en góður 5 daga þurrkur kom í lok júlí og þá mun túnið hafa verið alhirt. En einmitt þá kom sú frétt að bóndi í Tungum, Þorsteinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum hefði horfið en hestur hans komið mannlaus upp úr Brúará. Hafði hann farið frá Efstadal og verið á heimleið. Var nú safnað mönnum m.a. frá Skálholti til leitar sem engan árangur bar í það sinn. Aður en lengra er haldið vil ég geta hér annars ævintýris sem svo mætti kalla. - Jörundur hafði, á þeim árum jafnan naut sjálfur. En girðingu vantaði fyrir það og kom hann því fyrir í girðingu í Bræðratunguhverfinu. Þessi tuddi var blár að lit, og af því hver uppruni hans var, vil ég skýra frá því hér. Hann var fenginn frá foreldrum mínum í Laugarási og var andvirði hans heykapall sá sem ég varð að sækja á sínum tíma í Skálholt. Og hann var líka síðasta afkvæmi Gránu þeirrar sem flutt var norðan úr Reykjadal í Laugarás 1925. Nú þyrfti að sækja gripinn og var ég beiðinn að taka það að mér. Eg hef þá farið á bíl upp að Fellskoti og þaðan yfir Tungufljót á Króksferju. Það hefur verið orðið áliðið dags því að ég varð að gista í Bræðratungu. Svaf þar uppi á lofti en þar voru þá fyrir tveir karlar sem aldrei voru ásáttir um neitt og pexuðu fram á nótt. Að morgni var svo tuddi sóttur í girðingu og sundlagður yfir fljótið á Krók. Þegar í Fellskot kom var þá þar fyrir Þórður Jörundsson (Doddi), 11 ára gamall með tvo hesta til heimferðar þaðan. Við stigum á bak og teymdi ég tudda, en hann rak á eftir. En fljótt kom í ljós að þess gerðist ekki þörf, því tuddi tók að hlaupa svo að hestamir höfðu ekki við og fór hann fram úr þeim svo að við lá að ég missti tauminn. Eg reyndi að halda fast og sveigja hann á hlið sem endaði með því að hann sentist út í skurð þar sem hann sökk í vilpuna upp í kvið. Nú var úr vöndu að ráða, það mundi fara á sömu leið færum við á bak aftur og við missa hann út í buskann. En þá datt mér snjallræði í hug. Það var nú nokkur dirfska, en ég settist á bak tuddanum og hann geystist á stað svo að ég held að Doddi hafi vart fylgt honum eftir. Allt gekk þetta að óskum. Eg held að hann hafi farið veginn það sem eftir var. Hann hefur eitthvað hægt á ferðinni þegar á leið, en þolið svo mikið að hann blés varla úr nös. Hann var ekki slæmur reiðskjóti, ekki hastur en ekki veit ég hvaða gangur það er sem nautgripir fara. Þegar túnaslætti lauk var venja í Skálholti að slá mýri vestan við túnið. Spratt hún allvel og mátti heyja þar drjúgt væri höfð biðlund til þess. Var og svo gert í þetta sinn. Eftir 2-3 vikur kom þurrkur og var þá hirt það sem úti var en þótti lítil eftirtekjan, enda var húsbóndinn lítt við látinn en flest af fólkinu ungmenni sem hUgsuðu fremur um að komast á ball heldur en hvað heyskapnum leið. Þegar hér var komið, lá næst fyrir að fara á aðalengjamar, svo nefnda Mosa, flæðiengi út við Brúará. En svo langt var þangað frá bænum að ekki þótti tiltök annað en að liggja við í tjöldum alla vikuna og fara heim um helgar. Þarna var svo verið í einar 2-3 vikur og náðist lítið hey. En í byrjun september gerði svo stórfelldar rigningar að eitt hæsta met mun vera í sögu veðurstofunnar á Islandi í september. Það svo að Brúará Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.