Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 13
Skógrækt í Biskupstungum Frá 1989 hefur nytjaskógræk't verið stunduð í Biskupstungum. Þar með hófst skógrækt á bújörðum á Suðurlandi sem féll undrr svokölluð nytjaskógræktarlög. Þær jarðir sem koma því til með að kallast fyrstu jarðimar sem heyra undir þennan þátt skógræktar á Suðurlandi eru Hrosshagi og Spóastaðir. Seinna hafa Vatnsleysa, Skálholt, Gýgjarhóll og Galtalækur komið í þennan hóp. Það er ekki þar með sagt að Biskupstungnamenn hafi ekki ræktað skóg fyrr. Fljótlega eftir stofnun Ungmennafélagsins byrjuðu félagar þess að planta á Vatnsleysu og síðan breiddist það fljótt út og fólk fór að planta heima við bæi. Sú stefna félagsins að láta félaga fá með sér nokkrar plöntur að lokinni útplöntun í reiti félagsins hefur því haft mikið að segja og hefur gert það að verkum að nú er að finna marga fallega trjálundi heima við bæi. Þau svæði sem Ungmennafélagið hefur staðið fyrir að planta í eru í landi Vatnsleysu, Heiði, við íþróttavöllinn í Reykholti og lítillega í Laugarási og Skálholti. 1939 var skógræktarstjóra falið af þáverandi eiganda jarðarinnar Haukadals að friða og bæta land jarðarinnar. Það sama ár var landið girt og jafnframt sáð til birkilundarins sem er rétt innan við hliðið á heimreiðinni. Þar með hófst mikið starf skógræktar í Haukadal sem hefur staðið nær samfellt síðan. Nú í dag er Skógrækt ríkisins búin að planta þar nær 1,6 milljón planta í um 500 ha lands. Víða um sveitina má sjá skógarreiti í dag. Einstakir áhugamenn hefa verið duglegir við að koma upp skógi „upp á sína eigin“ eins og sagt er. í Laugarási er eins og flestir vita einn af hæstu asparskógum á landinu og ekki að ástæðulausu að byggðarkjarninn er orðinn þekktur á Islandi sem „þorpið í skóginum". I Reykholti og á Syðri- Reykjum stefnir einnig í að þorpin hverfi í skóg innan fárra ára. Fyrir utan þéttbýlið er skógrækt á jörðum víða þroskavænleg. Má þar nefna Helgastaði, Skálholt, Vegatungu, Fellskot, Bergstaði, Drumboddsstaði, Helludal og Hrauntún. í þessa upptalningu vantar örugglega nokkra bæi sem mér hefur yfirsést eða ég veit ekki um. Sá hópur sem er ef til vill virkastur í skógrækt í Biskupstungum í dag er þó án efa sumarhúsaeigendur í sveitinni. Má áætla að yfir 300 ha samanlagt séu undir skógrækt hjá þessu fólki. (Unnið úr upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins jan. 1997 um fjölda sumarhúsa). Af framansögðu má ljóst vera að mikil skógrækt er í Tungunum og eykst með hverju ári. það eru þó gömlu góðu birkiskógarnir sem taka yfir mesta landsvæðið, en í nýlegri birkiskógakönnun kemur í ljós að stærð þeirra er sem hér segir mælt í ha. 20 Vatnsleysa - Heiði 62 Drumboddstaðir - Einholt 106 Drumboddstaðir - Einholt 177 Fell - Fellskot 190 Brekka 226 Helludalur - Neðri Dalur 256 Dalsmynni - Hrauntún - Uthlíð 322 Hrauntún - Úthlíð 359 Haukadalur 998 Úthlíð / Miðhús Daði Björnsson febrúar 1997. Birkiskógakönnun: Skipting svæða eins og þau koma fram reitarskipt á korti um birkiskóga í Biskupstungum. Alls eru þetta 2716 ha sem eru flokkaðir sem birkiskógar og er það mín tilfinning að hann sé í sókn og eigi því eftir að mælast stærri eftir nokkra áratugi. Ef skoðaðir eru möguleikar skógræktar í framtíðinni í Biskupstungum, þá hlýtur það að auka von manna um bjarta framtíð í þessari ungu atvinnugrein þegar horft er á vaxtatölur úr þeim skógum sem fyrir eru í dag. Ef skoðaðar eru tölur úr töflunni þá kemur í Ijós að mesti mældi vöxtur á sitkagreni á Islandi er í Vatnsleysureitnum. Öspin í Laugarási hefur vöxt sem er mun meiri ársvöxtur heldur en gerðar eru kröfur til á nytjaskógrækta hér á landi. (Nytjaskógrækt skal hafa MÁV meira en 3 rúmmetra/ári). Þess ber að geta að skógarreiturinn er lítill og því varasamt að alhæfa um MÁV þar, en þó verður að líta á vöxtinn sem vísbendingu um góðan vöxt á þessu svæði. Ef dregin er saman niðurstaða úr töflunni þá er MÁV í Biskupstungum mjög góður og er sambærilegur við skógrækt á sömu breiddargráðu á Norðurlöndum. það eru því bjartir tímar fyrir skógrækt í Biskupstungum í framtíðinni. Bjöm B. Jónsson. __________________________ Litli - Bergþór 13 r n Tegund Staður Dags Plönt. árYHm MHm Mþm Rúmmál m3MA Vm3/ha/árAthugasemdir Alaskaösp Laugarás 3.7.1996 1952 cal7 15,50 22,99 706,1 16,4 Síberíulerki Haukadalur 4.6.1996 1955 9,00 7,92 13,97 138,4 3,5 Sitkag. & Stafaf. Haukadalur 11.6.1996 1961 5,10 3,95 6,47 22,7 0,7 Stúrði lengi Sitkag. & Stafaf. Haukadalur 11.6.1996 1961 7,20 5,31 7,39 38,5 1,1 Fitra pl. 1973 Sitkagreni Haukadalur 4.6.1996 1949 14,70 11,92 16,38 257,1 5,6 Sitkagreni Haukadalur 4.6.1996 1949 12,80 11,43 18,54 303,6 6,6 Sitkagreni Vatnsleysa 3.7.1996 1949 12,00 10,66 17,31 433,1 9,4 Sitkagreni Laugarás 3.7.1996 1947 13,30 12,19 20,44 327,8 6,8 6x12 m Stafafura Haukadalur 11.6.1996 1964 5,70 4,84 9,26 69,6 2,2 Stafafura Haukadalur 11.6.1996 1964 5,85 5,06 10,15 55,3 1,8 Vaxtamœlingar: Gunnar Freysteinsson. YH = Yfirhœð, MH = Meðalhœð, Mþ = Meðalþvermál, MAV = Meðalársvöxtur \_________________________________________________________________________________________________________________________________________________)

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.