Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 4
Frá Ungmennafélaginu Formannsspjall. Gleðilegt ár lesendur góðir. Það er best að segja nokkur orð um það sem hefur verið að gerast hjá okkur. íþróttirnar eru alltaf jafn vinsælar hjá unga liðinu og eitthvað er eldra fólkið að sprikla og teygja sig líka. Nokkrir fara í körfubolta út að Laugarvatni til að fá smá pláss til að hreyfa sig og nokkrar konur hittast í Bergholti og sprikla eftir myndbandsspólu. Það hafa allir gott af að hreyfa sig og þarf hver og einn að finna það sem honum hentar. Einn daginn í febrúar komu nokkrir krakkar saman og spiluðu félagsvist og þá hálft spjaldið. Margir komu til að læra og voru fljótir að ná því, sérstaklega þeir sem eitthvað spila á annaðborð. Um kvöldið var svo almenn félagsvist og mæting þokkaleg. Umhverfisverðlaun Umhverfissjóðs verslunarinnar voru afhent þann 1. desember síðastliðinn. Fjöldi tilnefninga barst, en verðlaunin hlutu Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir, hótelhaldarar að Hótel Geysi, fyrir snyrtilegt og fagurt umhverfi við Hótel Geysi og aðkomu að hverasvæðinu í Haukadal. Afhjúpað var listaverk fyrir utan hótelið eftir Odd Hermannsson arkitekt á Selfossi. Magnús Jóhannsson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins flutti ávarp og kveðju umhverfisráðherra og afhjúpaði listaverkið ásamt Þóri Jónssyni formanni UMFÍ. Svavar Sveinsson á Drumboddsstöðum talaði fyrir hönd Biskupstungnahrepps og undirrituð talaði fyrir hönd Ungmennafélags Biskupstungna. Sönghópur úr Gnúpverjahreppnum söng nokkur falleg lög og þó það væri 1. des. fór þetta allt fram undir berum himni. Að þessu loknu buðu verðlaunahafar öllum viðstöddum til kaffidrykkju, þar sem flutt voru ávörp og sungið meira. Það var ánægjulegt að þessi verðlaun skyldu hafna hér í Tungunum og vil ég óska þeim hjónum til hamingju með þetta. Ég vona að þessi viðurkenning verði til að hvetja okkur til að snyrta svolítið í kringum okkur. Þó að víða sé fólk vakandi fyrir þessu þá má víða margt bæta. Þetta er eins og annað sem breytist með árunum. Það er ekki langt síðan sjálfsagt þótti að hafa nokkra hauga heim við hvern bæ og engum öðrum kom það nokkuð við. En núna eru tímarnir aðrir og þó sumum finnist sitt drasl vera sitt einkamál þá er það ekki svo. Það er best að fara ekki nánar út í þetta því þetta hefur löngum verið viðkvæmt mál og því best að segja ekki meir. Héraðsþing Skarphéðins var haldið í Gunnarshólma A-Landeyjum þann 22. febrúar og þangað sendum við þrjá fulltrúa. Aðalfundur félagsins verður ekki haldinn fyrr en eftir páska og gefur Þórdís gjaldkeri ekki kost á sér áfram í þetta embætti, en hún hefur haldið fast og vel utan um sjóðinn okkar og á hún hrós skilið. Að lokum er hér stór spurning til hreppsnefndar Biskupstungna. Hvenær á að byrja á íþróttahúsinu? Börnin spyrja mig oft að þessu og ég hef svarað þeim því að það eigi að fara að byrja bráðum. Það er að verða ár síðan að hreppsnefnd ákvað að næsta stórverkefni verði bygging íþróttahúss og það fréttu börnin, en þau skilja ekki hversvegna ekkert gerist. Er eitthvað sem tefur? Vantar hreppsnefndina vítamín? Enn er ég komin út í viðkvæmt mál. Við erum svo viðkvæm hér í Tungunum. Börnin halda að við þessi fullorðnu séum að svíkja þau og er margt til í því. Nú vil ég að þessu sé svarað. Kveðja frá formanni Umf.Bisk. Margrét Sverrisdóttir BISK-VERK Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþj ónusta LitJi - Bergpór 4 Þorsteinn Þórarinsson, sími Skúli Sveinsson........... Bílasími 486 8782 486 8982 853 5391

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.