Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 20
Atferli hrossa frh fyrir því að hestar forðist staði þar sem reimt er. Þeir hafa dularfulla hæfileika til að finna á sér yfirvofandi hættu og geta verið ofurviðkvæmir fyrir skapbrigðum knapa og þjálfara. Orðtakið „áræði drengs gerir djarfan hest„ lýsir ofurnæmni hestsins fyrir mannlegum viðbrögðum. Hestar skynja hugarástand knapans og haga sér því eftir því. (Elwyn Hartlyn Edwards,1991). Hross eru sérstaklega veðurglögg og veðurspðá þeirra bregst yfirleitt ekki. Þegar von er á til dæmis roki og Eldur á Torfastöðum, 5 ára, í góðu samfélagi við hrossaungviði. rigningu af austri finna þau sér gjarnan hús eða hol til að standa undir áður en veðrið skellur á. Þau híma og hengja haus og snúa öll afturendanum í væntanlega veðurátt. Þá er sagt að hrossin hami sig. Þetta getur átt sér stað í besta veðri en er öruggur forboði þess að innan fárra klukkustunda brestur á óveður. (Albert Jóhannsson, 1991). Sumir hestar eru það næmir að þegar þeir eiga að fara á sýningu þá finna þeir það á sér og éta ekki morgungjöfina vegna þess að þeir eru svo spenntir. Þessi viska hrossa hefur lítið verið rannsökuð, svo það litla sem vitað er um sjötta skilningarvitið er alls ekki tæmandi. (Brown/Smith, 1984.) Hugsun og tjáning hestsins. Hestar hafa margbrotið tjáningarmál, sem felst bæði í hreyfingum og snertingu eða líkamstjáningu. Lykt er líka mikilvæg í tjáskiptum hesta; dýrin senda frá sér og taka á móti lyktarboðefnum sem húpkirtlar framleiða (Elwyn Hartlyn Edwards, 1991). Hugsun hestsins miðast nánast eingöngu út frá nútíðinni, þátíðin hefur yfirleitt lítil áhrif á hann og enn síður framtíðin. Hesturinn býr yfir mjög nákvæmu tímaskyni og hefur mikla þörf fyrir að vita hvar hann er staddur. Hann skilur aðeins bein hugmyndatengsl Hann getur ekki ályktað og skilur ekki flókna hlusti sem eru fjarlægir í tíma (Feldmann/Rostock,1986). Minni hestsins er ótrúlegt, hann er líka ratvís og strok í átt til æskustöðvaa ekki óalgeng, sér í lagi áður fyrr, áður en farið var að flytja horss svona mikið milli staða á kerrum eða bílum. Einnig eru þess dæmi að hestar sem hafa verið góðir vinir og eru svo skildir að í nokkur ár og þegar þeir hittast svo aftur fara þeir beint til hvors annars (Albert Jóhannsson, 1991). Hesturinn vill helst hafa alla daga eins, þannig að sú venja að gefa reiðhestum einn dag frí er andstætt þörfum hans (Guðm. Birkir Þorkelsson, 1985). Tjáning hestsins er margvísleg. Þeir geta náttúrulega ekki talað svo þeir verða að nota einhvert annað mál. Lykt; þó hestar helgi sér ekki óðal til jafns við önnur dýr, lyktamerkja þeir ákveðin svæði með þvagi eða taðhrúgum. Stóðhestar pissa líka yfir þvag eða saur meranna í stóðinu og gefur þar með aðkomuhestum til kynna að þessar hryssur séu í „kvennabúri" hans. Við æxlunarferlið skiptir lykt miklu máli. Hljóð; hestar tjá sig með hljóðum en þó mjög takmarkað. Ef hestar hrína eða rymja er það vanalega merki um æsing. Þeirfrýsa þegar þeir slaka á eða finna lykt af einhverju sem vekur athygli þeirra. Þeir hneggja ef þeir týna afkvæmi eða félögum sínum. Hryssur kumra til að hughreysta folaldið sitt, og bæði kynin gefa það hljóð frá sér þegar þau bíða eftir fóðri eða aukabita. Sumir hestar hafa lært að draga að sér athygli manna með því að hneggja hátt, ef þeim er ekki gefið á réttum tíma. Hestar nota einnig bragð og snertiskyn í boðskiptum sín, tveir hesta snyrta og klóra hvor öðrum og skapa þannig vináttubönd. Víst er að menn hafa ómeðvituð boðskipti við hross vegna lyktar sem þeir gefa frá sér. Ofurnæmur hestur skynjar fljótt hvort fólk er óttaslegið, óhrætt, stressað eða árásargjárnt og verður annað hvort hræddur, rólegur eða ágengur, allt eftir því hvort um rólega eða skapmikla skepnu er að ræða. Eins mynda hestar oft persónuleg bönd við menn og eru hændari að ákveðnum aðila en öllum öðrum. Þetta getur oft þróast út í mjög náin og ánægjuleg tengsl. /Elwyn Hartlyn Edwards, 1991). Að „lesa“ hest útfrá atferli. Til að geta áttað sig á hvernig hestinum líður, hvernig hann muni bregðast við næst, verðum við að geta „lesið" hestinn, þ.e.a.s. áttað okkur á tjáningu hestsins og reynt að sjá út persónuleika hestsins. Ljóst má vera að hestur sem hvílir annan afturfót, lýtur höfði, leggur eyrun ofurlítið aftur, lætur neðrivör lafa og er með hálf lukt augu slakar vel á. Jafn auðvelt er að túlka spennumerki. Enginn getur misskilið boð frá hesti sem snýr afturendanum í mann, ef maður fer inn í bás hans. Ef hann stappar niður fæti, hristir höfuðið eða er með taglslátt, þá er hann pirraður. Staða eyrnanna gefur góðar vísbendingar um hugarástand hestsins. Ef þau standa beint fram sýna þau vott um áhuga á einhverjum hlut, ef hesturinn hvílist liggja eyrun Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.