Litli Bergþór - 01.03.1997, Blaðsíða 22
Á milli
landshorna
Inngangur L-B.
Arið 1993 kom út œviminningabók Sigurðar Sigurmundssonar, fyrrum bónda
í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Þar greindi hannfrá uppvexti sínum og
œsku til 17 ára aldurs, en hann varfœddur á Breiðumýri í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu árið 1915. Hann átti heima í Laugarási frá 1925 til 1932, þar
semfaðir hans, Sigurmundur Sigurðsson var læknir.
A síðasta ári kom út annað bindi minninga Sigurðar. Það hefst vorið 1932,
þar sem höfundur er staddur við Brúará ásamt móður sinni, Önnu
Eggertsdóttur, ogfjórum systkinum, á leið til Reykjavíkur. Faðir hans varð þetta vor lœknir í Flatey á Breiðafirði, en
fjölskyldan settist að á Þóroddsstöðum í Revkjavík, sem var smábýli t norðanverðri Öskuhlíðinni. Anna dó um sumarið,
en Sigurður var við nám í Samvinnuskólanum um veturinn en réðist kaupmaður hjá Jörundi Brynjólfssyni
alþingismanni og bónda í Skálholti, og konu hans Þjóðbjörgu Þórðardóttur, vorið eftir. I bókinni greinir Sigurður frá
því, sem á daga hans dreif allt til vorsins 1942, er hannfesti kaup á Hvítárholtinu.
Með leyfi höfundar er hér birtur II. kafli bókarinnar, sem gerist sumarið 1933.
A.K.
Kafli úr bók Sigurðar.
Nú voru allar brýr brotnar að baki og ég kominn á leið
austur að Skálholti með Þjóðbjörgu Þórðardóttur. Þetta
var um miðjan maí. Það var heillandi og langþráð stund
að koma aftur í Tungur til veru, þótt ekki væri nema eitt
sumar. Vorið heilsaði vel, tún voru orðin iðjagræn eftir
fremur þungan og gjaffelldan vetur. Hér má geta þess að
á liðnum vetri hafði Jörundur bóndi lent í því sem
löngum hefur verið talið þyngst fyrir íslenska bændur, að
standa uppi heylaus með stórbú að áliðnum vetri. Setti
það að vonum mark sitt á staðinn. Þarna var þá
aðalmaður enn Eyjólfur Guðmundsson frá Seli í
Grímsnesi sem oft hafði verið áður, en hann fór í maflok.
Þegar fram á vorið kom, var bætt við fólki bæði körlum
og konum. Jörundur bóndi var þá á alþingi og mjög lítið
heima. Gallinn var sá að framkvæmdir voru engar og
enginn til að stjórna verkum. Mér voru, að sjálfsögðu, að
nokkru kunnir heimilishagir í Skálholti, þótt ég hefði
ekki áður verið þar. Þá var enn ekki hafin mjólkursala í
Tungum en á bænum voru 6-8 kýr. Ég tók mér þann
starfa óumbeðinn að moka fjósið á morgnana. Vorið
leið, sprettutíð með afbrigðum góð og túnið í Skálholti
sem aldrei brást orðið kafsprottið. En nú þurfti að rýja
féð áður en rekið væri á fjall. Það var nú fleira en
nokkum tíma áður ég held 7-800 ær. Rekið var að fram
við fjárhús í Tungunni á milli ánna við hús sem Bolhaus
nefndist. Réttin var þar áföst, en annars á bersvæði og
ekkert aðhald þar við. En svo fóru leikar, að fyrsti
aðrekstur mistókst og ekki náðust inn nema nokkrar
kindur sem handsamaðar voru. Margar atrennur voru
gerðar aftur og aftur en allt fór sömu leið. Endirinn var
sá, að gefist var upp við svo búið og farið heim. Þetta
sýnir best framkvæmdaleysið að nota ekki mannskapinn
til þess að ganga frá traustu aðhaldi fremur en að eiga
slíkt á hættu.
Sláftur hófst í byrjun júlí, hlýjindi voru en engir
þurrkar, um miðjan mánuðinn var féð rekið á fjall.
Fjórum mönnum var ætlað það, Jörundur hafði fengið tvo
bændur, Ingvar Jóhannsson í Halakoti og Guðbjöm
Guðlaugsson í Torfastaðakoti. Sá þriðji var Jón
Sveinsson í Miklaholti 17 ára. En fjórði var heimamaður
í Skálholti og varð sá er hér ritar fyrir valinu, 18 ára. Ég
var þá alveg óvanur rekstrum og langaði ekki í slíkt
ferðalag. Allir voru hinir með tvo hesta til reiðar en mér
var fenginn steingrár áburðarhestur, lítt talinn til reiðar.
Hann var fremur þungur og brokkgengur en ég vandist
honum og sætti mig betur við hann sem á leið. Það er
ekki ofsagt að þetta hafi verið stærsti fjárrekstur sem
rekinn hafi verið til fjalls í Tungum. Fyrsta daginn
fylgdu unglingar rekstrinum upp að Hólum, efsta bæ, en
síðan vorum við 4 eftir það. Rigningar höfðu gengið og
mikið vatn í öllum ám. Fyrsta áin á leiðinni var Sandá
sem var á hrokasund fyrir féð. Eftir sólarhringsferð
vorum við komnir yfir Sandá, en þar var haglendi
nokkurt og áningarstaður. Þarna var tilvalið fyrir
nýsveininn að litast um og virða fyrir sér örfoka auðnina
og hrikafegurð fjallahringsins. En áfram var haldið í átt
að Bláfelli, að næsta áningarstað í Fremstaveri sem
kallað var í Skálunum. Grjótá rennur þar rétt fyrir
framan og getur orðið vatnsmikil. En þar rétt fyrir
sunnan eru svonefndir Brunnalækir, og er mér
minnisstætt þar hvernig kristaltært bergvatnið bólaði út
úr klettasprungu, svalandi þeim sem þyrstir og þreyttir
voru. Þegar Skálunum sleppti var lagt á Bláfellsháls. En
þá fór að béra á því að lömbin væru orðin sárfætt, það
svo að þau lögðust jafnharðan og þau voru rekin á fætur.
Og það þarf ekki að orðlengja það að 11 tíma tók að
koma þeim úr Skálunum inn að Hvítá, þar sem hún
rennur úr vatninu, en þar skyldi yfir hana farið.
Eftir langa og erfiða ferð náðum við loks inn að á í
morgunsárið. Hiti var mikill og glampandi sólskin á
Litli - Bergþór 22